Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 91
Andvari
Fræræktar- og kornYrkjutiIraunir á íslandi.
87
Fræið af sandtegundunum hefir reynzt minna en fræ
frá raklendari svæðum, en venjulega spírað betur (grær
fljótara og hærri gró-pct.). Tilgangurinn með rann-
rannsóknum á hinu innsafnaða fræi frá sandgræðslunum
er vitanlega sá að sjá, hvaða tegundir þroskast þar og
hvort þær verða eins fljótt fullþroska og í ræktuðu landi.
Nú hafa fengizt allákveðnar bendingar um það, að
vingull, vallarsveifgras og snarrót þroskast á söndunum
á svipuðum tíma sem ræktað fræ í gróðrarstöðinni í
Reykjavík og hér austur í Fljótshlíð.
Gefur þetta manni þá hugmynd, að sandarnir muni
vera nothæfir fyrir frærækt, að minnsta kosti að þeim
tegundum, sem athugaðar hafa verið, og það er rann-
sóknarefni að leitast eftir, hvort sú hugmynd, sem byggð
er á miklum líkum, getur staðizt reynslunnar próf.
Ef unnt væri að stunda frærækt á sandsvæðunum,
þótt ekki væri nema 3 tegundir, gæti það orðið stór-
mikill vinningur fyrir íslenzka grasfrærækt, vegna þess
að þar verður hún ódýrari í rekstri. Kemur þetta af
því, að hér er um ódýran, auðunninn og gróðurlansan
jarðveg að ræða, og eins hitt, að fræstöngin leggst þar
síður í legu en annarstaðar, þar sem jarðvegur er rak-
lendari.
Síðastliðið sumar (1929) var byrjað á tilraunum með
grasfrærækt í sambandi við kornyrkju á sandinum fyrir
neðan Stóra-Hof á Rangárvöllum.
Tilraun þessari var þannig hagað:
Landið plægt 17. maí, borinn í það tilbúinn áburður,
sem svarar 200 kg. 37°/o kalíáburður, 400 kg. 18°/o
superfosfat og 350 kg. þýzkur saltpétur, 15,5°/o á ha.
Svæðið allt 2000 m2.
í 1000 m2 raðsáð, túnvingull, 50 cm. milli raða.
í 1000 m2 breiðsáð, túnvingull.