Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 53
Andtari
BaÖhey.
49
vegginn, þannig að hún fylgir brún. í miðjan vegg í
dyragættinni eru svo, hæfilega ofarlega og neðarlega
beggja megin, steyptir járnfleinar, sem standa hæfilega
mikið út úr veggn-
um (sjá myndina).
Hleranum fyrir opið
er svo skotið fram
hjá þessum járn-
fleinum og fleygaður
fastur og mynda
járnfleinarnir við-
haldið fyrir fleygana.
Ef dyrnar eru milli
tófta, þá er hinni
hlið gáttarinnar lok-
að með öðrum hlera,
sem fellur í gróp í
veggnum (sjá mynd-
ina). Þanniger vegg-
urinn sléttur orðinn beggja megin, eins og ef engar dyr
væru. Með þessu móti verður gengið beint úr gripahúsi
inn í tóftirnar, eins og venja er til, og úr einni í aðra
og þannig komizt hjá miklum ókosti, sem fylgir þeim
votheystóftum, er hingað til hafa tíðkazt, að þurfa að
draga allt hey upp úr þeim.
Heyskapurinn.
Fyrri sláttur fór fram dagana 18. júlí til 2. ágúst.
Allan þann tíma mátti heita, að væri brakandi þerrir á
hverjum degi. Heyinu var ekið í hlöðu á 2. og 3. degi,
sumu jafnvel samdægurs og það var slegið. Allt var það
ísl. gras, nema af 2 dagsláttum, sem voru sáðsléttur. Múg-
unum var ýtt saman, mokað á vagn og ekið heim. Vegna
4
L