Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 28
24
Pétur Jónsson á Gautlöndum.
Andvari
allra félagsmanna, staðfestri með undirskrift hvers fé-
lagsmanns.
Pétur leitaði eftir því hjá landsbankanum, hvort þar
mundi fáanlegt það viðskiptalán, sem hér þurfti á að
halda. Hann fekk þau svör, að slíkt lán fengist ekki
tryggingarlaust. — Þar næst komst hann að raun um,
að einnig hjá bankanum mundi hin >solidariska« ábyrgð,
sem komin var til tals, þykja gild trygging. — Það virt-
ist því með hugmynd samábyrgðarinnar fundin leið, og
eins og á stóð, eina leiðin, sem var kleif til að tryggja
kaupfélagi okkar á meðal það árlega veltufé, sem nægði.
Af þessum ástæðum gekk Pétur Jónsson að hinni
umþráttuðu samábyrgð og flutti sem tillögu sína í kaup-
félaginu hér. — —
— — Þegar svo var komið, að kaupfélag Þingeyinga
var orðið meginaðili viðskiptalífs í héraði, varð það þar
einnig áhrifamikið um önnur efni.
Það leiddi saman hug og starfskrafta hinna dreifðu
sveitabúa um margt það, er til menningar og umbóta
horfði.
Um 1890 hefst blaðaútgáfa í félaginu, sams konar og
og sveitablöðin. Blaðið nefndist Ófeigur. Benedikt Jóns-
son gerðist ritstjóri. — Ófeigur hefir síðan gengið meðal
félagsmanna, mörg hefti á ári, sitt afritið fyrir hverja
deild. Hann er ófeigur enn, enda ritstjórinn allt af hinn
sami. — Þar hafa verið rædd öll mikilsvarðandi félags-
mál. Birt frumvörp að lögum og reglugerðum, er setja
þurfti. Þar var þetta skýrt og rætt, áður en það var lagt
fyrir deildarfundi og síðan aðalfund. — Var þetta í sam-
ræmi við þann lýðræðisanda, sem ráðið hafði skipulagi
félagsins og gilda skyldi í stjórnarfari þess. — Þá flutti
blaðið vekjandi og fræðandi ritgerðir um almenn félags-
mál. Og svo hagtíðindi og verzlunarfréttir. Næst ritstjór-