Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 83
Andvari
Um nýjustu fræræktar-
og kornyrkjutilraunir á íslandi.
Þeir, sem rannsakað hafa loptslagsbreytingar hér á
landi síðan á landnámsöld, telja eftir þeim gögnum, er
þeir hafa stuðzt við, að veðurfarið hafi ekki breytzt til
hins verra; segja þeir, að veðurfarið sé mjög svipað,
ísar, eldgos og aðrar truflanir ekki tíðari nú en þá.
Landið er að vísu nokkuru fátækara að gróðri. Skóg-
arnir víðast hvar horfnir og að því leyti minna skjól
fyrir lággróðurinn, gras og aðra ræktun. Það hafa er-
lendar athuganir sýnt, að skógurinn skýlir og dregur úr
hörðum veðrum og mildar loptslagið, og er þar þess
vegna vænlegra til ýmsrar ræktunar en í skóglausu
landi. Hefir eyðing skóganna óefað átt sinn mikla þátt
í uppblæstri landsins, og þess vegna eru nú mörg víð-
áttumikil sandflæmi á landi hér.
I skóglausu landi verður ræktun sumra jurta nokkuð
örðugri, og það hefir líka íslenzk ræktunarsaga sýnt.
Er mjög líklegt, að ef skógurinn hefði haldizt við í
hverju byggðarlagi landsins, mundi kornyrkju hafa reitt
hér betur af um aldirnar en raun ber vitni.
Skógurinn skýldi, gaf efnivið og eldivið, en þetta
þrennt hefir gert forfeðrum vorum auðveldara að stunda
kornyrkju en þeim, sem á eftir komu. Þó má eigi telja,
að hér sé aðalástæðurnar fyrir því, að akuryrkja for-
feðra vorra lagðist niður, eftir að þeir höfðu stundað