Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 45
Amdvari
Pétur Jónsson á Gautlöndum.
41
Kom þá fram hvort tveggja það, að Pétur hafði manna
mest hugsað um húsagerð og skipun þeirra við hæfi
sveitaheimilis, og rækt hans við heimafundinn svip á
bænum og heimafengið efni, allt hvað hægt var að
hagnýta. Og enn kom það hér í ljós, að hann hélt sín-
um ráðum fram til móts við hvern, sem vera skyldi. —
Fer svo þeim, sem vitur er orðinn fyrir sjálfskennslu
og þrekmikla íhugun.
— Og eins og margur maður átti leið heim að Gaut-
löndum, þeirra sem úr vanda þurftu að ráða eða hlut
sinn að rétta, biðu og einatt lík erindi á leið Péturs,
þar sem hann fór um. — Hér reyndist það bezt, hvað
honum þótti mikils um vert, ef hann gat leiðrétt villu,
hvort sem var hjá sjálfum honum eða öðrum. Og einnig
það, að hann var hreinskilinn vinur og átti þar hið
bezta ckilyrði til að geta gefið holl ráð.
— Pétur á Gautlöndum fór eitt sinn að heiman frá
sér, sem leið liggur yfir heiði, niður að Reykjadal. Þetta
var áliðnu vetrar í miklum snjó. Hafði hann mann til
fylgdar, og gengu þeir á skíðum.
Þeir komu seint á kveldi að náttstað í Reykjadalnum
og voru þreytulegir. Þeir voru spurðir, hvort þungt hefði
verið skíðafærið. »]ú, nokkuð svo*. »Þið munuð hafa
verið lengi yfir heiðina?* »]á, — en það var ekki
furða*, bætti fylgdarmaðurinn við. »Pétur var allt af að
berja snjóinn utan úr vörðunum*.
Einn maður, þeirra sem eg hef kynnzt, annar en
Pétur ]ónsson, finnst mér líklegt, að tafið hefði för
sína með þessu.
Það var samverkamaður hans, brautryðjandinn, val-
mennið, ]akob Hálfdanarson.
Svo voldug rödd var samvizka þeirra manna. Þeir
þurftu ekki að lúta hversdagsvenju og bókstafajátningu