Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 37
Andvari
Pétur Jónsson á Gautlöndum.
33.
nú tiltækilegust sú tekjuaukning, sem lögð yrói á hið
breiða bak werzlunarveltunnar.
Pétur mun fyrstur manna hér á Iandi hafa stungið
upp á verðtolli á aðfluttar vörur. Þótti honum réttara
að miða tollálögur við verðgildi varnings, heldur en
tegundarheiti og rúmmál.
Pétur Jónsson var hugsjónamaður frá æskuárum.
Þrátt fyrir langa starfatíð og þátttöku í flokkabaráttu
landsmanna, lifði allt af í þeim glæðum.
Með kynnum sínum af erlendum bókmenntum höfðu
þingeyskir samvinnumenn fengið fræðslu um mismunandi
þjóðmálaskoðanir og ólíkar stefnur í mannfélagsmálum.
Meðal annars höfðu þeir talsvert hugsað um þá svo-
kölluðu jafnaðarstefnu, eins og hún var flutt á Norður-
löndum fyrir mannsaldri síðan. Og þeir höfðu að sumu
leyti nokkuð hneigzt að kenningum eða hugsjónum
sósialista.
Einnig höfðu þeir veitt athygli þeirri kenningu Henry
George, sem nefnd hefur verið jarðskattsstefna.
Það er tvennt í þjóðmálaskoðunum Péturs Jónssonar,
sem ber vott um áhrif úr þessum áttum.
Hann hugsaði sér ríkiseinkasölu á sérstökum vöru-
tegundum. Þetta átti við, að hans áliti, um nauðsyn allra
nauðsynja í okkar landi — korntegundirnar.
Samtökum landsins alls, — þeim einum, treysti hann
til að standast »landsins forna fjanda*, þegar hafísinn
gerir hafnbann. — Annað var það, að hann var mót-
fallinn sölu þjóðjarða. Pétur gerði ekki ágreining um
það atriði við starfsbræður sína í búnaðarmálanefndinni.
En hann hélt óbreyttri skoðun sinni í því efni. Hann
sagði, að landssjóður gæti verið beztur landsdrottinn
og ætti að fá að vera það. Þá taldi hann, að þjóðeign
mundi reynast hin eina dugandi vörn gegn jarðabraski;
3