Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 29
Andvari
Pétur Jónsson í Gautlöndum.
25
anutn átti Pétur mest efni i blaðinu, sína formannstíð.
Er í Ófeigi geymt síðara tíma sýnilegt tákn um samfylgd
þeirra tveggja manna, Péturs á Gautlöndum og Bene-
dikts á Auðnum. — —
-----Miðstöð valds og áhrifa kaupfélagsins voru þeir
árlegu aðalfundir þess. Allan uppvaxtartíma félagsins var
þar að finna hinn ferska þrótt, er með því bjó. Þeirra
funda var beðið með eftirvæntingu, og þeir voru geymdir
í minni.
Þar var oftast margt manna um fram atkvæðisbæra
fulltrúa. Menn komu þangað bæði til að fylgja málefnum,
þar sem hver félagsmaður hafði málfrelsi og tillögurétt,
og svo til að hlýða á það, sem þar mundi verða að
heyra.
Kaupfélagsfundurinn fekk fast form í höndum þeirra
manna, sem þar áttu stöðugt sitt hlutverk hver um langt
skeið. — Fundarstjórn hefir Sigurður í Vztafelli. Hann
er hverjum manni gervilegri sýnum og málrómur tilsvar-
andi. Hann horfir alsvinnsauga yfir salinn, menn og
málefni. í skauti hans hvílir hnefi sá, er líkastur mundi
þeim, er átti Ófeigur í Skörðum. — Ekki er þokað fyrir
uppivöðslu. Mjúku brugðið við hörðum skeytum. Milt
tekið á viðvaningshætti. — Við skrifborðið situr maður,
unglegur á vöxt og í hreyfingum. En hárið er tekið að
gisna og grána. Þegar hann lítur upp, sést, að hann er
fráneygur og svipurinn heiðríkur. Hann tekur lítt til
máls; en ef hann skýtur orði fram, þá er hæft vel. —
Þetta er Benedikt Jónsson. Frá hans hendi kemur fund-
argerðin. —
Þingeyingum, þeim eldri, verður stundum að orði,
þegar þeir hlusta á ræðu, sem hrífur þá: »Það minnir á
]ón í Múla«. Svo flutti hann mál sitt, hitað geði æsku-
manns og loga áhugans; með því málfæri, sem auðkenndi