Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 97
Andvari
Fræræktar- og kornyrkjutilraunir á íslandi.
93
verið ákveðin, er korn og hálmur svo mikið af ha., að
fyrir allar sáðtíðir mundi ræktunin borga sig ágætlega
fjárhagslega séð. Eins og gefur að skilja, þá er meðal-
talið lægra vegna hinnar lágu uppskeru 1925, sem stafar
ekki af uppskerubresti; mundi því meðaltalið hafa verið
hærra, ef þetta óhapp hefði ekki komið fvrir. Ef vér
gerum nú ráð fyrir, að ha. gefi af sér 2400 kg. bygg
og 5000 kg. hálm, sem lætur nærri að sé meðaltal 2.
sáðtíðar, þá eru það 3400 fóðureiningar (1 kg. bygg, 5
kg. hálmur í FE.). Hvað fást nú margar FE. af tún-
hektaranum? Vér skulum gera ráð fyrir 4500 kg., og
hy99 eg, að sé fullílagt, þegar miðað er við algenga
ræktun víðs vegar um land.
Með því að leggja 2.5 kg. af töðu í FE., verða það
1800 FE. eða 1600 FE. minna en kornhektarinn, og
yrði þó munurinn meiri, ef miðað væri við meðaltal 1.
sáðtíðar.
Síðan byrjað var á tilraununum á Sámsstöðum, hefi
eg aukið við 2 sáðtíðum, svo að betur yrði rannsakað, hver
áhrif sáðtíminn hefði á þroskun kornsins.
Sáðtíðirnar eru: 20. apríl og 31. maí. Þannig verða
þær 5 og ná yfir 41 dag allar. Þess skal geta, að 20.
apríl er betri sáðtími en 1. maí og 31. maí Iakari en 20.
maí. Þó hefir kornið frá öllum 5 sáðtíðum verið vel
þroskað og svipgott.
Það má segja, að kornyrkjan hafi verið einna mest
áberandi í starfseminni á Sámsstöðum, síðan hún hófst
þar fyrir 3 árum, og er það vegna þess, að eg hefi
notað bygg og hafra, sem fyrstu ræktarjurtir í nýbrotið
land, þótt það sé ekki sem hentugast fyrir þroskun
korntegunda.
í nýbrotnum jarðvegi verður á fyrsta ræktunarári all-
mikið af grasi, sem vex ásamt korninu, og seinkar það