Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 35
Andvari
Pétur Jónsson á Qautlöndum.
31
happadrjúgur meir en í meðallagi um fjárfeng úr lands-
sjóði, kjördæmi sínu eða einstökum kjósöndum til handa.
Það einkenndi þingmennsku Péturs frá upphafi, og
það auðkenndi alla tíð frammistöðu hans og tillögur á
þjóðmálafundum í kjördæmi, að hann vildi vera og var
þingmaður landsins alls. — Það mat hann jafnframt
skyldu sína og sæmd.
Svo vel hélzt Pétri á þeim skoðunarhætti í héraði stnu,
að Þingeyingar virtu það sem sína sæmd alla þá tíð,
sem hans naut við. —
Eins og Þjóðliðsforgangan var Pétri Jónssyni nokkurs
konar undirbúningsstig, áður en hann tók við kaupfélags-
forstöðunni, svo var og hið vandamikla starf í þeirri
stöðu, með fjármálaumsýslu og ábyrgð slíkri, sem þá
fylgdi, hollur og gagnlegur viðbúnaður fyrir hann undir
þingstörfin.
Á fyrstu þingum, er Pétur sat, var hann manna trygg-
astur í fylgd Benedikts Sveinssonar um stjórnarskrár-
endurskoðun hans. Eins og vikið er áður að í sam-
bandi við hina pólitísku flokksmyndun Þjóðliðsins, hafði
Pétur frá æsku aðhyllzt þá stefnu, svo sem faðir hans,
að kalla mætti djarflega eftir rétti þjóðarinnar til sjálf-
stjórnar, og síðar »heimastjórnar«, um öll sín eigin
málefni.
Pétur Jónsson var einn af stofnendum heimastjórnar-
flokksins og vann síðan með honum öll starfsár flokksins.
Þau aðalmál, sem Pétur vann mest að á alþingi, voru
búnaðarmál og félagsmál.
Hann átti sæti í fjárlaganefnd neðri deildar nálega öll
sín þingár, til þess er hann varð ráðherra, og var þar
lengstum skrifari og framsögumaður. Hafði hann þar
stöðugt á hendi það starf, sem talið var vinnufrekast á
einum manni í þinginu.