Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 13
Andvari
Pétur Jónsson á Gautlöndum.
9
kenningar, venjur og hugsunarleysi sjálfra okkar kunna
að hafa á okkur lagt. Þau bönd taldi hann okkur hendi
næst og skyldast að leysa. — Eitt af því, sem hann
lagði til í blöðunum, var að menn sýndu trú sína í verkum.
Þótti Pétur á þeim árum, líkt og granni hans og sam-
verkamaður um nýmælin, ]ón Stefánsson, heldur óhlíf-
inn í garð kirkju og klerka. — Ekki óvirtu þeir ein-
læga trúhneigð né þá hluti, er þeir vissu mönnum fals-
lausa helgi á. En kreddur og skinhelgi þótti þeim frjálst
að meta að verðleikum. Vildu hreinskilni og dirfð í
hugsun og máli, og skoðanafrelsi báru þeir fyrir brjósti.
Pétur Jónsson giftist árið 1881. Hona hans var Þóra
dóttir Jóns Jónassonar frá Grænavatni og Kristjönu
Þorláksdóttur frá Þórðarstöðum í Fnjóskadal. — Þau
hjón höfðu búið á Hofstöðum í Mývatnssveit og svo á
Grænavatni. Fór orð af því á sinni tíð, hversu vel þeim
farnaðist búskapur og græddist fé af honum fyrir ráð-
deild og atorku. Þótti heimili þeirra fyrirmynd um reglu-
semi og búnaðarháttu.
Dætur þeirra voru fjórar: Hólmfríður, gift Sigurgeiri
Péturssyni í Reykjahlíð. Þóra, gift Pétri á Gautlöndum.
Hristín, gift Helga Jónssyni frá Skútustöðum, hreppstjóra
á Grænavatni. Guðný, gift Steingrími Jónssyni, bróður
Péturs, sýslumanni og bæjarfógeta á Akureyri. — Þær
systur voru með fegurstu konum og ágætar húsfreyjur.
Pétur bjó fyrst á hálflendu jarðar móti föður sínum.
En árið 1890 tók hann við allri bújörð á Gautlöndum.
Hafði faðir hans látizt árið áður. Tók nú Pétur við
ýmsum störfum, er faðir hans hafði haft innan héraðs,
þar á meðal fjárhaldi Skútustaðahrepps.
Um þetta leyti varð Árni Jónsson prestur á Skútu-
stöðum og svo prófastur í Suður-Þingeyjarsýslu.