Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1930, Page 13

Andvari - 01.01.1930, Page 13
Andvari Pétur Jónsson á Gautlöndum. 9 kenningar, venjur og hugsunarleysi sjálfra okkar kunna að hafa á okkur lagt. Þau bönd taldi hann okkur hendi næst og skyldast að leysa. — Eitt af því, sem hann lagði til í blöðunum, var að menn sýndu trú sína í verkum. Þótti Pétur á þeim árum, líkt og granni hans og sam- verkamaður um nýmælin, ]ón Stefánsson, heldur óhlíf- inn í garð kirkju og klerka. — Ekki óvirtu þeir ein- læga trúhneigð né þá hluti, er þeir vissu mönnum fals- lausa helgi á. En kreddur og skinhelgi þótti þeim frjálst að meta að verðleikum. Vildu hreinskilni og dirfð í hugsun og máli, og skoðanafrelsi báru þeir fyrir brjósti. Pétur Jónsson giftist árið 1881. Hona hans var Þóra dóttir Jóns Jónassonar frá Grænavatni og Kristjönu Þorláksdóttur frá Þórðarstöðum í Fnjóskadal. — Þau hjón höfðu búið á Hofstöðum í Mývatnssveit og svo á Grænavatni. Fór orð af því á sinni tíð, hversu vel þeim farnaðist búskapur og græddist fé af honum fyrir ráð- deild og atorku. Þótti heimili þeirra fyrirmynd um reglu- semi og búnaðarháttu. Dætur þeirra voru fjórar: Hólmfríður, gift Sigurgeiri Péturssyni í Reykjahlíð. Þóra, gift Pétri á Gautlöndum. Hristín, gift Helga Jónssyni frá Skútustöðum, hreppstjóra á Grænavatni. Guðný, gift Steingrími Jónssyni, bróður Péturs, sýslumanni og bæjarfógeta á Akureyri. — Þær systur voru með fegurstu konum og ágætar húsfreyjur. Pétur bjó fyrst á hálflendu jarðar móti föður sínum. En árið 1890 tók hann við allri bújörð á Gautlöndum. Hafði faðir hans látizt árið áður. Tók nú Pétur við ýmsum störfum, er faðir hans hafði haft innan héraðs, þar á meðal fjárhaldi Skútustaðahrepps. Um þetta leyti varð Árni Jónsson prestur á Skútu- stöðum og svo prófastur í Suður-Þingeyjarsýslu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.