Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 41
Andvari
Pétur ]6nsson á Gautlöndum.
37
eins vegna þess, a5 granni sýndist geta veitt sér það
hið sama.
Honum þóttu bændur of lauslátir í búnaðarháttum.
Honum fannst ómetanlegt tón, þegar heimilin hættu að
klæða sig sjálf og leggja fólki sínu til verkáhöld. Því
minna áttum við undir sjálfum okkur. Honum þóttum
við verzla of mikið, lifa of lítið af heimafengnum efnum.
— Hér var hann íhaldsmaður.
Hann fann til þess, hversu hætt bændum væri til að
elta hver annan um suma nýbreytni, án þess að gera
sér alvarlega far um, hver fyrir sitt leyti, að skilja sína
bújörð. En það taldi hann bónda jafnskylt og samverka-
mönnum að skilja hver annan.
Átti þetta einkum við það, hve skyndilega og hver
eftir annan, menn fleygðu frá sér búsmala og málnytu-
gagni, án tillits til þess, hvað jörðum og byggðarlögum
er margbreytilega og gerólíkt farið um landkosti og
aðstöðu til þeirra hluta.
Og þetta mál var honum meira en hagsmunamál, þar
sem horfið var frá þeim framleiðsluhætti, er verið hafði
búfótur sveitabyggðanna frá landnámstíð.
Það var heilbrigðismál, þar sem vikið var frá þraut-
reyndu hollustuviðurværi að óþekktu nýnæmi, sem eng-
inn raunar vissi, hvað mundi verða.1)
Og það var þjóðernismál. — Upp frá því tóku að
tínast brott heimamenn af hverjum bæ, til þess er ein-
virki stóð að flestum býlum.
En einvirki situr ekki til lengdar garð sinn þann veg,
að þar geti haldið áfram að vera óðal og heimkynni
þjóðlegrar menningar, griðastaður okkar þjóðernis.
1) í þessu sambandi er rétt að benda lesöndum á ritgerð eftir
P. J. í .Tímariti samvinnufélaga" 1912. Nefnist ritgerðin „Þjóðleg
fæða". Er þydd að nokkru leyti. Höf.