Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 79
Andvari
Baðhey.
75
10 ár vegið lömbin nýfædd), spræk og vel sköpuð,
vankalaus. Enda ætti kalk í heyi að vera heppilegt fyrir
fóstrið síðara hluta meðgöngutímans, eins og hér átti
sér stað.
Ályktanir.
Hvaða ályktanir verða svo dregnar af þessum rann-
sóknum og fóðrun sauðfjár á votheyi eingöngu? Alykt-
anirnar verða í sem stytztu máli að mínu viti þessar:
1. Það má telja fullsannað, að með votheysgerð, að
minnsta kosti baðheysgerð, má verka hey svo, að það
verði gott og heilnæmt fóður, og að fóðra má á því
eingöngu.
2. Hiti í heyi verður ekki kæfður með vatni, ef það
geíur sigið burt. Vatnið sjálft kælir heyið lítið eða ekk-
ert. Að hiti í nægilega röku heyi aldrei fer mjög hátt,
stafar sennilega af uppgufun vatns úr heyinu.
3. Mikill vatnsaustur í heyið er óþarfur.
4. Vatnið ber að vísu sennilega burt með sér mikið
af næringarefnum úr heyinu og þess vegna æskilegt að
nota sem minnst vatn. Hins vegar gerast í heyinu efna-
breytingar á holdgjafaefnum, sem virðast bæta að fullu
upp þetta efnatap.
5. Heyið þarf að byrgja svo vel, þegar frá því er
gengið, að hvergi komist loft að því.
6. Þessi verkunaraðferð virðist ekki hafa nein skaðleg
áhrif á bætiefni heysins.
7. Vothey er drýgra fóður en þurrhey.
8. Vothey er ryklaust og því ekki á neinn hátt skað-
legt lungum skepnunnar.
9. Sauðfé þykir heyið þeim mun lystugra, sem það er
þurrara.
10. Það virðist erfiðara að verka vothey úr fyrra