Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 31
Andvari
Pétur Jónsson á Gautlöndum.
27
Pétur Jónsson hafði eitt sinn sagt, að fyrst og fremst
ætti sig heimili sitt, þar næst kaupfélagið, og síðast
kæmi landsmálin.
Þar kom þó, að störfin í þágu alþjóðar tóku hann
frá hvoru tveggja því fyrr nefnda.
Pétur var skipaður í nefnd þá, sem í lok ófriðarins
mikla var falið að annast um sölu útfluttrar vöru af Iandinu.
Árin 1918—1919 hafði þessi nefnd mikið starf og ær-
inn vanda á höndum. Þurftu allir nefndarmenn að vera
samvistum í Reykjavík.
Leiddi þetta til þess, að Pétur Jónsson lét af stjórn
kaupfélags Þingeyinga á aðalfundi þess í aprílm. 1919.
Skorti þá 2—3 mánuði á 30 ár, frá því faðir hans hafði
látizt og horfið frá forstöðu þess meðal svo margs annars.
Pétur fékk nú börnum sínum í hendur bú sitt og
ábúð á Gautlöndum. — Höfðu þá þrír ættliðir, í beinan
karllegg, setið jörðina samfleytt í 100 ár.
— Þegar Pétur lét af formennsku kaupfélagsins hér,
stóð hagur þess með miklum blóma. Enda höfðu þá
enn eigi risið þær byltingaöldur, er síðan hafa raskað
heilbrigði alls viðskiptalífs og orðið næsta óviðráðan-
legar. Við nýafstaðin reikningslok hafði vöruvelta fé-
lagsins á því síðasta ári verið nokkuð yfir hálfa miljón
króna. Tryggingarsjóðir orðnir upp undir hálft annað
hundrað þúsund. Reikningshagur einstakra manna ánægju-
legur í heild sinni.
(Jtbreiðsla kaupfélagsskapar í landinu varð snemma
áhugamál hinna þingeysku upphafsmanna, og þar næst,
að kynning og samtök kæmist á með þeim dreifðu fé-
lögum, sem smátt og smátt mynduðust á ýmsum stöðum.
Með þetta fyrir augum kvöddu þeir sér hljóðs í blöð-
um og tímaritum.