Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 44
40
Péfur Jónsson á Gautlöndum.
Andvari
Pétur Jónsson andaðist í Reykjavík 20. jan. 1922.
Hann hafði legið rúmfastur nokkra daga, vegna útvortis
ákomu lítils háttar. Tveir vinir hans voru staddir heima
hjá honum og sátu á tali við hann. Virtist þeim hann
heill heilsu, og bjóst hann við að koma á fætur hið
bráðasta. En er minnst varði, heyrðu þeir, að honum
dapraðist málfæri. Fekk hann aðsvif, og að lítilli stundu
liðinni var hann örendur. Hann hafði fengið heilablóðfall.
Lík Péturs var flutt heim að Gautlöndum, og jarðar-
för fór fram á Skútustöðum.
Þótt um hávetur væri, var mjög fjölmenn þátttaka
nærsveitamanna, bæði við þá síðustu heimför að Gaut-
löndum og síðan útförina sjálfa.
Héraðsbúar vildu í orði og verki votta þökk sína og
virðing þeim liðna héraðshöfðingja og þjóðmálaleiðtoga.
En þeir voru margir, sem mundu bezt hinn drenglynda,
göfuga mann.
Pétur á Gautlöndum átti jafnan góðhest á búi sínu,
mat hann mikils, sat hann prýðilega og kunni að öllu
vel með að fara, líkt og æskuvinir hans, þeir ]ón á
Litluströnd og Sigfús á Halldórsstöðum.
Sá hér tíðum för Péturs um hérað, frá og að heimili
sínu, á hvítum hesti fríðum, reistum, og farið hratt. En
þótt greitt væri riðið eftir götu, var ekki fram hjá farið
unglambi hjálparþurfa, ef séð varð, svo að ekki væri
þar komið til.
Þar sem bóndi reisti bæ sinn eða vann að nývirki
einhverju, þar var heim snúið, Iitið á verkið, vandlega
að öllu hugað og eftir grennslazt, rétt eins og vegfar-
andinn bæri þar sjálfur ábyrgð á. Og síðan voru hik-
laust gefnar bendingar um, ef eitthvað þótti miður fara,
og jafnframt, hvað til bóta gæti verið.