Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 24
20
Pétur Jónsson á Gautlöndum.
Andvari
Með þessum hætti varð hugsjón fárra manna smátt
og smátt að sameign heillar kynslóðar í héraðinu.
Af því leiddi enn fremur það, að æskan, sú hin næsta,
er á eftir kom, hún ólst upp til þess að koma, svo sem
af sjálfs dáðum, að hlið hinna eldri, viðurkenndu umbóta-
manna og rétta þeim sína >örvandi hönd«.
Þannig vannst það, að meginhluti héraðsbúa, eldri
menn og yngri, urðu öruggir þátttakendur í starfsemi
félagsins og hjálpuðu til að bera uppi stefnu þess með
fylgi sínu við upphafs- og forgöngumenn.
]ón Sigurðsson á Gautlöndum var, sem kunnugt er,
formaður kaupfélags Þingeyinga frá byrjun og þar til
hans missti við á öndverðu sumri 1889. Þótti þá sjálfsagt,
að Pétur sonur hans tæki við forstöðu félagsins.
Það starf hafði Pétur Jónsson á hendi fast að 30 ár-
um. Það starf taldi hann sjálfur sitt aðal-ævistarf.
Pétur hafði verið fulltrúi á stofnfundi félagsins, gerzt
þá þegar deildarstjóri. Og hann hafði verið samvistum
við stjórn þess frá byrjun. Hann tekur við formennsku
félagsins, meðan það enn er lítið vexti og lítils máttugt
móti því, sem síðar varð.
Félagið hafði minna hlut héraðsbúa sín á meðal. Og
það hafði að eins minna hlut yfir að ráða af viðskiptum
félagsmanna. Það skorti veltufé og tryggingarsjóði. Það
stóð ærið höllum fæti í samkeppni við öfluga faktors-
verzlun á Húsavík. Og það stóð í málaferlum við Húsa-
víkurhrepp út af útsvarsskyldu félagsins þar og aðstöðu
þess í Húsavík. — Hlaut Pétur þar að taka upp hlut
félagsins. Hélzt honum svo á, að málinu lauk til hags-
muna fyrir félagið.
Bókfærsla kaupfélags-viðskiptanna fór fram á tveimur
stöðum. Á Húsavík, þar sem afgreiðslumaður, ]akob