Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 9
Andvari
Pétur Jónsson á Gautlöndum.
5
almennrar menniunar, þá völdust jöfnum höndum fræði-
bækur og skáldrit. Var um hvorttveggja eftir því sótzt,
er þá þótti mikils um vert af hálfu menntamanna og rit-
skýranda. Með þessum hætti fekkst talsverð kynning af
þjóðmenningu nágrannalandanna, einkum dönskum og
norskum bókmenntum, skáldskaparstefnu og mannfélags-
hugsjónum og hreyfingum, sem þar gætti mest um þessar
mundir.
Lestur þeirra nýju bóka kenndi mönnum að hugsa
nýjar hugsanir. Og þetta varð því fremur, með því að
þessi félagsskapur var Iífrænni innbyrðis en venjulegt er
um bókafélög. — Félagsmenn áttu saman málfundi,
þegar hægt var, einkum á helgidögum. Þar var skrafað
um bækurnar, þær sem hver hafði þá ný-lesið. Tekið
til upplestrar það, er mest þótti um vert, og rætt um
önnur áhugamál félagsmanna. Af þessum völdum varð
sjálfmenntunin, sem hver fyrir sig lagði stund á, einnig
samstarf í félagsskapnum, þar sem hver miðlaði öðrum
og þá um leið.
Eins og nærri má geta, bar nú margt á góma, bæði
í orðræðum heima fyrir og svo á mannfundum, það sem
ekki hafði áður heyrzt þar uppi við heiðarvatnið. Eldra
fólki fannst full-mikið um hið nýja bragð á hugsunar-
hætti unga fólksins. En unga fólkið þóttist finna, að nú
væru framfarir að koma og fór ekki dult með, hvað
það fann.
Nokkru fyrir 1880 er í Mývatnssveit byrjað að gefa
út svo köliuð sveitablöð. Smáhefti skrifuð gengu um
sveitina bæ frá bæ, hvert eftir annað, svo sem mán-
aðarlega á vetrum.
Nú færðist nýtt líf í þessa blaðaútgáfu. Þau urðu
málgagn og boðberar hins nýja tíma. Var það ýmist, að
einstakir menn gengust fyrir blaðsútgáfu, eða tilkjörin