Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 98
94
Fraeræktar- og kornvrkjutilraunir á íslandi.
Aadvari
þroskun þess. Varð eg þess var síðastliðið sumar, að
kornið þroskaðist fyrr, þar sem landið hafði verið ræktað
árið áður; má óefað flýta þroskun byggs og hafra, ineð
því að rækta það í grasrótarlausum jarðvegi, en hann
fæst ekki nema við sáðskipti eða örari hreyfingar jarð-
vegsins en títt er í íslenzkum búrekstri.
Skal nú minnzt á þær tilraunir, sem stefnt er að því
að koma kornyrkjunni á og tryggja tilveru hennar hér
í landi.
Fyrsta tilraunin er sáðtímatilraun sú, sem fyrr er getið.
í hana hefir öll árin verið notað Dönnesbygg, allt af frá
fyrstu sáðtíð árinu á undan. Og virðist kornið frá fyrstu
sáðtíð 1929, sem er 7. ár þess frá íslenzkum jarðvegi,
ekki minnkað eða á annan hátt verið svipverra en Dönnes-
bygg það, sem eg fekk frá Noregi vorið 1928.
Aðrar tilraunir, sem lúta að kornyrkju, eru afbrigða-
tilraunir með bygg og hafra, sáðmagnstilraunir, áburðar-
tilraunir og tilraunir með sáðskipti. Síðastliðið sumar
voru til ræktunar 13 afbrigði af byggi tvíraða og sex-
raða, bæði snemmvaxin og seinvaxin afbrigði; öll þrosk-
uðust þau sýnilega vel, og ekki get eg séð, að kornið,
sem hér þroskaðist af þessum 13 afbrigðum, sé lakara
en móðurkornið.
Rannsókn á spírum og kornþyngdarmælingu er ekki
fullframkvæmd, þegar þetta er ritað.
Venjan við afbrigðatilraunirnar er sú, að móðurfræið
er rannsakað, hvað þyngd snertir, jafnhliða afkvæmis-
fræinu, sem hér þroskast; sést þá hvort afbrigðið hefir
náð þeim þroska og gæðum, sem það er vant að hafa
í móðurlandinu. Með þessari aðferð ætti að fást hin
nærhæfasta leiðbeining um þroskastig hvers afbrigðis út
af fyrir sig.
Síðastliðið sumar voru ræktuð 15 afbrigði af höfrum