Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 93
Andvari
Fræræktar- og kornYrkjulilraunir á íslandi.
89
leið til þess að hagnýta sandflæmiti til nytsamrar og
arðberandi framleiðslu, eins og grasfræs og korns.
Tilgangur stöðvarinnar á Sámsstöðum er að kynbæta
grastegundirnar og finna hagnýtar leiðir í ræktun þess
af góðum stofnum. Þetta starf er háð við öruggari
jarðvegs- og veðráttuskilyrði en á söndunum, og þess
vegna ætti að vera meiri vissa fyrir því, að tilraunir geti
heppnazt betur í framkvæmd en þar sem sandurinn hefir
leikið lausum hætti um áratugi og lagt í auðn víðáttu-
mikil svæði.
Frá hinum frjósömustu miðum eiga auðnirnar að
verða ræktaðar.
Frá stöðinni á Sámsstöðum ættu í framtíðinni að
koma grasstofnar, sem að verðleikum verða taldar met-
fóðurjurtir.
Af þeim ætti að verða unnt að rækta fræ á sönd-
unum, ef fræræktin yrði þar auðveldari í framkvæmd en
í okkar leirmóa- og mýrarjarðvegi; þótt tegundirnar
yrðu þar lægri í loptinu en við frjósamari skilyrði, ætti
það ekki að gera svo mikið til, ef þær á annað borð
eru kynfastar, því að fræið ætti að reynast á þann veg,
6em tilraunir hefðu áður sýnt við raklendari skilyrðin,
þegar til notkunar kæmi í raklendara jarðvegi.
Eitt af þýðingarmestu atriðum fyrir íslenzkan búskap
er og verður það, að »undirstaðan rétt sé fundin*. Eg
þykist ekki telja það ofmælt, þótt sagt sé, að fóðurjurt-
irnar og yfirleitt ræktarplöntur landbúnaðarina sé hin
fyrsta og sjálfsagðasta undirstaða atvinnulífs sveitanna,
og það skiptir miklu, hve mikil áherzla verður á það
lögð í framtíðinni að gera landbúnað vorn svo úr garði,
að hann verði reistur á ákveðnum ræktarplöntum, sem
menn þekkja og hafa tök á að rækta og hagnýta sér
á oem fullkomnastan hátt.