Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 108
104
Fræraektar- og kornyrkjutilraunir á íslandi.
Andvari
þroskanum á korninu og lengir spretlufímann. Eins er
með saltpétur; ef of mikið er borið af honum, dregur
hann einnig úr þroskuninni.
Ef ræktaðar eru kartöflur á 3. ári frá fyrstu ræktun,
er sjálfsagt að nota búfjáráburð í kartöflulandið, en ef
bygg er ræktað eftir kartöfiur, þarf lítinn áburð handa
bygginu, og ef jarðvegurinn er að eðlisfari frjór, þarf
ekki áburð handa byggi eftir kartöflum.
Þegar búið er að sá korninu og fella það niður, er
bezt að valta það í þurru veðri, og láta svo landið í
friði, þar til er þroskað er, síðast í ágúst eða fyrst í
sept., eftir því sem sumrar. Þegar kornið er þroskað, er
stöngin gul og kornið ljósgult og seighart. Er þá bezt
að byrja kornskurðinn. Ef tilraunir eru í smáum stýl, f.
200—300 m2, er drýgst að taka það með sigð — hand-
Ijá —. Aftur á móti, ef svæðin eru stærri, má slá það
með ljá og hafa 3 krækjur upp af orfleggnum beygðar
með fram ljábakkanum. Við sláttinn sópast kornið þannig,
að öxin verða öll saman og neðri endi stangarinnar
saman. Svo er stönginni sópað saman í smábindi —
hægast að binda með stönginni sjálfri. Þegar búið er
að taka og binda byggstöngina eru bindin sett upp á
endann (öxin öll saman), í stróka, 6—10 bindi í hvern
strók eða skrýfi.
Ef rigningarsamt er eftir kornskurðinn, er betra að
setja í stærri skrýfi — fyrst í smá skrýfi og síðan fært
saman í stærri. — Kornið er svo látið vera þannig í
strókum, þar til er hálmur og korn er orðið þurt. Er það
þá tekið og því ekið inn í venjulegan stafla, sem má
vera í laginu eins og heyi er hlaðið; skal gengið frá
því þar þannig, að kornið sé allt inni í staflanum og tyrft
eða strengdur strigi yfir, til varnar vætu og veðrum.
Þegar þannig hefir verið farið að, er þreskjunin eftir.