Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 58
54
Baðhey.
Andvari
þessum sýnishornum eru því bundnar í söltum. Bundnar
óreikular sýrur voru ekki ákveðnar.
Úr þessum sýnishornum, eins og þau komu fyrir, guf-
aði upp við eimingu ammóniak, talsvert mikið í nr. 11
og 12. Er sýnilegt af því, að köfnunarefnissamböndin í
heyvatninu hafa verið allmikið sundurliðuð og mjög
breytt frá því, sem þau voru í heyinu*.
Þegar litið er á þessar rannsóknir í heild, þá rekur
maður fyrst af öllu augun í, hvað efnatapið er afar mikið
og hvað það fer ört vaxandi. Hvort tveggja er auðskilið.
Hér eru tvö atriði, sem hjálpast að: heymagn og hiti.
Efnatapið eykst eftir því, sem heymagnið í tóftinni vex
og hitinn hækkar. Að hilinn hafi mikið að segja, þekkja
allir úr daglegu lífi. Kaffið verður sterkara, ef á sama
baunamagn er hellt sjóðandi vatni, heldur en ef vatnið
er að eins 40°—50°. Eins verður það sterkara, ef
sama vatnsmagni og jafnheitu er hellt á heilan bolla af
baunum, heldur en eina matskeið. Enn fremur verður það
þeim mun sterkara sem tíminn er lengri, er vatnið stendur
á baununum. Nú er það einmitt það, sem hér á sér
stað, að þó að vatnið sé ekki mjög heitt (40°—50°), þá
er það lengi að síga í gegnum heyið, þegar heymagnið
eykst og heyið sígur og þéttist. Sá tími gæti eg hugsað
mér að næmi dögum eða meir, þegar neðri lögin eru
mjög sigin og tóftin full.
Munurinn á eggjahvítuklofningnum og tapinu af líf-
rænum efnum virðist ekki vera ýkjamikil, hver aðferðin
sem notuð er. Þó virðist það vaxa örast og verða mest
í IV (sbr. I, 1 og 2 og IV, 1 og 2, enn fremur I, 3 II,
I. og IV, 4), en einna minnst í I (sbr. I, 4 og II, 2).
Að ólífræn efni eru miklu meiri í vatninu frá II og IV,
er ekkert undarlegt, þar sem bæði salt og kalk er í
vatninu, sem notað er og lítið af því bindst í heyinu,