Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 99
Andvari
Fræræktar- og kornYrkjutilraunir á íslandi.
95
frá Svíþjóð og Noregi. Niðarhafrarnir eru beztir, að mér
virðist, enn sem komið er (tilraunir með hafraafbrigði
hafa að eins staðið yfir í 2 sumur). Þeir þroskast jafn-
snemma Dönnesbygginu og hafa þurft 100—120 daga
til að fullþroskast 2 undanfarin sumur. Afbrigðatilraun-
um með bygg og hafra er hagað þannig, að þegar nýju
afbrigði er sáð til prófs, er fyrsta sumarið sáð í einn
10 m2 reit og reynt að búa svo um, að þau skilyrði,
sem ræktunin þarfnast og unnt er að veita frá manna
hendi, séu til staðar, svo sem góð jarðvinnsla, nægur
áburður, sáð snemma og útsæðið baðað til varnar sjúk-
dómum yfir sprettutíma komanda sumars.
Ef afbrigðin reynast vel í próftilraun í 1 til 2 sumur,
eru þau þroskamestu tekin upp í tilraunir með 4—5
samreiti (þ. e. endurtekningarl, og eiga þær tilraunir að
skera úr, hvaða afbrigði eru tryggust til ræktunar. Til-
raunir þessar standa yfir í mörg ár eða svo lengi sem
þurfa þykir.
Auk þeirra tilrauna, sem nú hafa verið nefndar, er
byrjað á kynbótatilraunum með bygg, og er þeim auð-
vitað stefnt að þvi marki að ná í afbrigði, sem þurfa
styttra sprettutíma en það, sem nú er fáanlegt til ræktunar.
Ollum þessum tilraunum og ýmsum fleiri, sem nú eru í
undirbúningi, er stefnt að því að finna raungilda þekking
á tilveruskilyrðum kornyrkjunnar.
Enn fremur eru gerðar tilraunir með vetrar- og vor-
rúg, vorhveiti og ertur; eru þessar tilraunir rétt í byrjun,
svo að ekki verður unnt að skýra frá niðurstöðum þeirra
hér nema örlítið.
Síðastliðið sumar fengust bæði vetrar- og vorrúgur
sæmilega þroskaðir; af ca 650 m2 rúglandi (vetrarrúg)
fengust 134 kg., og er það sem svarar rúml. 2000 kg.
af ha eða tæpar 7 tunnur af dagsláttu.