Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 34
30
Pétur Jónsson á Gautlöndum.
Andvari
Eitt af því, sem þetta samband kom í framkvæmd, var
endurreisn tímarits fyrir kaupfélög og samvinnufélög.
Eftir að samband þetta hafði vaxið upp til að verða
»Samband íslenzkra samvinnufélagac um 1910, verður
Pétur Jónsson aftur formaður þess. —
Eftir fráfall Einars Ásmundssonar í Nesi kom til
kosningar á alþingismanni í Suður-Þingeyjarsýslu árið
1894. — Tveir menn gáfu kost á sér: Benedikt Sveins-
son sýslumaður á Héðinshöfða og Pétur ]ónsson á
Gautlöndum.
Ðenedikt Sveinsson var reyndur þingskörungur og
mikils metinn gáfumaður, sem þjóðkunnugt er. Það var
einnig kunnugt, að Þingeyingar höfðu fylgt honum sam-
huga um stjórnarbótarkröfur hans, og enn fremur, að
hann var vel látinn sem yfirvald.
Það kom því mörgum á óvart, er Pétur Jónsson
hlaut kosning.
Sú kosning birti, svo að ekki varð um villzt, það
álit og traust, sem hann þá var búinn að vinna sér með
þeim opinberum störfum, er hann þegar hafði tekið við,
og afskiptum sínum af almennum málum.
Og enn reyndist það svo, að því fleiri og stærri
vandamál, sem Pétri voru fengin, því betur kom í ljós,
að hann var þeim vaxinn.
Pétur Jónsson hafði ekki setið mörg ár á þingi, þegar
það var landskunnugt orðið, að engum mundi hlýða, að
fella hann frá kosningu í Þingeyjarsýslu. — Því trausti
kjósenda sinna hélt hann svo vel, að það var aldrei
öruggara og sjálfsagðara en hin síðustu þing, er hann
lifði til að sitja.
Og þó var það nálega jafnkunnugt, að ekki byggðist
kjörfylgi Péturs á því, að hann væri kappsamur eða