Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 84
80
Fræræktar- og kornyrkjutilraunir á íslandi.
Andvari
hana í rúmar 5 aldir, heldur verður að leita aðalorsakanna
annarstaðar, og þá helzt þar sem var plágan mikla
(1402—4), er olli fólksfæð þeirri, að tæpast var fólk til
hinna allra-nauðsynlegustu heimilisstarfa, og þar á ofan
ýmis hallæri, sem menn þoldu verr, þegar önnur bágindi
voru fyrir. Skal hér ekki rætt frekara um kornyrkju
feðra vorra, með því að ritað hefir verið um það mál í
Búnaðarritinu 1910 af dr. B. M. Ólsen og í búnaðar-
sögu í>. Thoroddsens í Lýsingu íslands. Hefi eg um það
engu við að bæta. En það er annað, sem vér þurfum
að taka til athugunar, og það er, hvað getum vér rækt-
að í landinu, eins og nú hagar til.
Horf ræktunar við veðurfari, jarðvegi og öðrum skil-
yrðum er því það rannsóknarefni, sem þarf úrlausnar,
og það er einmitt verkefni nútímans að leysa úr þessu
og leysa úr því á þann hátt, að einhver árangur sjáist.
Hver sú þjóð, sem nokkuð vill endurbæta atvinnulíf
og tilveruskilyrði sín, vinnur að endurbótum atvinnuveg-
anna á grundvelli verklegra tilrauna og rannsókna.
Þegar nú litið er á, hvernig menn stunda og haga at-
vinnu sinni, eins og landbúnaði, þá er spurt um það,
hvað menn rækti, vegna þess að ræktunin og að sumu
leyti notkun óræktaðra landsgæða er grundvöllur bú-
skaparins eða atvinnulífs sveitanna.
Vér íslendingar ræktum aðallega gras og nokkuð af
garðjurtum, og má telja, að skilyrðin frá náttúrunnar
hendi fyrir þessu tvennu séu góð og betri en menn yfir-
leitt hafa haldið. Báðar þessar ræktunargreinir eru
stundaðar víðast hvar skipulagslítið, en með bættu og
betra skipulagi fengist arðmeiri árangur. Skipulagsleysið
er aðallega fólgið í því, að sáðskipti vantar inn í fram-
kvæmd jarðyrkjunnar, en sáðskipti er ekki auðvelt að
koma á án kornyrkju eða annarrar sáðræktar, sem krefst