Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 90
86
Fræræktar- og kornyrkjufilraunir á íslandi.
Anduari
úr skauli náttúrunnar, sem vér mennirnir getum haft
meiri hag í að rækta en það, sem nú vex í túnum okkar.
Annar þáttur grasfræræktartilraunanna er að rannsaka
með samanburðcrtilraunum, á hvern hátt sé bezt að
framleiða grasfræ.
Þessar tilraunir eru að verða aðallega með vaxtar-
rými, sáðmagn til fræræktar, sáðaðferðir, áburð, fræið
tekið misjafnlega snemma o. fl.
I þriðja lagi er hafinn undirbúningur að því að koma
upp fræökrum til algengrar fræframleiðslu, sem ekki
getur talizt tilraunastarfsemi, en getur þó komið með
reynslu, hvernig slíkri ræktun reiðir af, þegar rekin er
í stærra stýl.
í fjórða lagi: Tilraunir í grasrækt í sambandi við
byggrækt á örfoka eyðisandi.
Frá því 1924 hefir á hverju ári verið safnað dálitlu
af grasfræi í sandgræðslugirðingunum á Stóru-Völlum á
Landi og í Gunnarsholti á Rangárvöllum (fræi var ekki
safnað síðastliðið sumar). Tegundirnar, sem vaxa aðal-
lega á þessum svæðum eru: sandvingull, túnvingull og
língrös, auk þess flestar þær grastegundir, sem afgangs
eru á harðvelli.
Fræið hefir verið rannsakað ár hvert, og það hefir
komið í Ijós, að sandvingull, túnvingull, vallarsveifgras,
títulíngresi, snarrót og blásveifgras gróa vel, ef rétt er
með fræið farið.
En þessar tegundir, sem vaxa á söndunum, eru þó
ekki eins stórvaxnar og þær, sem vaxa í ræktuðu Iandi
við rakameiri skilyrði, og þær hafa ekki reynzt eins
stórvaxnar á Sámsstöðum og þær, sem ættaðar eru frá
frjósamari svæðum, og gildir það sama, hvort plönt-
urnar hafa verið teknar með rótum og ræktaðar af
þeim, eða fræi verið sáð — allt af reynzt smávaxnari.