Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 20
16
Pétur Jónsson á Gautlöndum.
Andvari
Gautlöndum og Sigurð í Vztafelli. En kjördæmið kaus
tvo aðra Þjóðliðsmenn fulltrúa sína.
Þjóðliðið veitti tveimur Iandsmálablöðum fjárstuðning,
Norðurljósinu á Akureyri og Þjóðólfi í Reykjavík. Var
það gert að tilskildu, að þau blöð styddu stefnu þess
og áhugamál. — Þá beitti liðið sér ótrautt til undirbún-
ings þingkosningum þeim, sem á þessum árum fóru
fram hér í sýslu og hinum næstu kjördæmum til beggja
hliða. — Af þess hálfu var Jón Jónsson kvaddur til
framboðs í Norður-Þingeyjarsýslu 1887, þegar hann
fyrst var kosinn á þing.
En meginþýðing þessarar Þjóðliðshreyfingar var fólgin
í því, að þar koma fyrst fram, og taka höndum saman í
kynning og starfi, þeir samtímamenn í þessu héraði, er
fremst stóðu hver í sinni sveit og upp frá því áttu hér
óslitið samstarf að almennum málefnum, félagslegri þróun
og menningu.
Hér er hafið merki hinnar félagslegu samvinnu í
Þingeyjarsýslu og borið fram í augsýn alþjóðar.
Merkisberinn gerist frá upphafi Pétur Jónsson á
Gautlöndum.
Það merki féll honum síðar ekki úr hendi.
Á héraðssamkomu í Reykjadal um aldamótin síðustu
hélt Pétur Jónsson ræðu og skýrði þar frá, hvernig
vaknað hefði hjá sér á æskuárum trú á samtök og
félagsskap. En þá trú taldi hann vera afltaug í starfi
sínu í almenningsþarfir.
Hann sagði frá að efni til á þessa Ieið:
Unglingspiltur gengur að hrísrifi á Mývatnsheiði. Ný-
fallin mjöll er á jörðu, svo djúp, að kvistbroddar að eins
af fjalldrapahríslunum standa upp úr snjónum. Pilturinn
tekur um einn kvistbrodd og ætlar að kippa upp hríslu.