Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 116
112
Um lestaferðir Borgfirðinga.
Andvari
há eða rúmgóð. Timbur það, sem heim var flutt til
húsagerðar, stórskemmdist við hinn langa flutning yfir
heiðaklungur.
Auk þeirra þriggja aðalferða, sem að framan er lýst,
urðu sumir vermenn að flytja >færur« sínar á Akranes
í vertíðarbyrjun og svo sjóveg þaðan á þá staði, sem
róa skyldi á. Aðrir flutfu líka »færur« og »útgerð« þegar
á haustin til þess að losast við slíka vetrarferð. Ver-
skrínan með smjöri og kæfu var kölluð »útgerð«, öðru
nafni »mata«. Skinnklæði, ásamt öllum fatnaði, er sjó-
menn þurftu til dags og næfur, var kallað »færur«.
Stundum höfðu ferðamenn þá reglu, er þeir fóru að
nálgast heimili sín í heimleið, að á litla stund, án þess
að spretta reiðingum af. Var það kallaður »reiðings-
áfangi*, sú leið, er farin var, ef ekki var sprett af, þótt
áð væri. — Hinir gömlu Skagfirðingar töldu reiðings-
áfanga úr Húsafellsskógi og til Skagafjarðardala, en það
eru stífir tveir lestaráfangar.
Margt er enn ósagt um þessi fyrri tíma ferðalög, sem
þyrfti þó að geyma frá glötun, svo sem nöfn á ferju-
stöðum, vöðum á ám og áningarstöðum. Óðum fyrnist
yfir slíkt og þolir lítinn drátf.
Kristleifur Þorsteinsson.
Efnisskrá.
51«.
Pétur Jónsson á Gautlöndum. Æviágrip (með mynd)
eftir Sigfús Bjarnarson á Kraunastöðum ........ 3— 42
Baðhey. Eftir M. Júl. Magnús, lækni ............ 43— 78
Um nýjustu fræræktar- og kornyrkjutilraunir á íslandi.
Eftir Klemens Kr. Kristjánsson, ráðunaut á Sámsstöðum 79—105
Um lestaferðir Borgfirðinga. Eftir Kristleif Þorsteinsson
á Kroppi
106—112