Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 51
Andvari
Da&hey.
47
I. Steinsteyptar tóftir í hólf og gólf. Súrhey. (Vatns-
heldar tóftir). a. Heyið mettað með vatni d: vatnið
stendur jafnhátt heyinu. b. Heyið hirt döggvott eða ef
hirt í þurki, þá bætt við svo miklu vatni í heyið, að
svarar því að vera döggvott.
II. Weggir steyptir, en ekki gólf. Hér sígur lögurinn
af heyinu niður í gegnum gólfið og burt.
III. Tóftir grafnar í jörð. Það er sama, hvort innra
borðið er hlaðið upp eða ekki. Hér getur lögurinn af
heyinu sigið í allar áttir.
IV. Steinsteyptar tóftir með frárennsli í botni. Heyið
baðað með vatni. (Erasmusar-aðferð, baðhey).
V. Sæthey, sem ekki heldur er nein glögglega ákveðin
heyverkunaraðferð. Sumir þurka heyið eitthvað, aðrir
hirða það af ljánum. Aðalatriðið skilst mér vera, að hit-
inn nái að minnsta kosti 60° C., en fari ekki yfir 80°.
Við allar þessar aðferðir er oft auk þess noíað farg.
Þýðing þess skilst mér ekki vera önnur en sú, að heyið
sígur fljótara, grasið kafnar fyrr og deyr. Gerðin í heyinu
tekur fyrr enda. í þessu er það fólgið, að farg drepur
hita, eins og alkunnugt er.
Eins og augljóst er, fæst með þessum aðferðum mjög
mismunandi heyverkun og það eina sameiginlega með
þeim er, að allt er það vothey.
Eg hef aldrei séð votheysgerð af neinu tægi fyrr en
í fyrra vetur, að eg heyrði talað lofsamlega um hey-
verkunaraðferð Erasmusar Gíslasonar. Nokkrir menn
hér höfðu notað hana, og fór eg og skoðaði heyið og
kynnti mér aðferðina, eftir því sem föng voru til. Að
heyið væri sæmilegt fóður, gat engum dulizt, sem sá
það. Eftir því sem eg hugsaði málið betur, þá sannfærð-
ist eg betur um það, að þessi aðferð væri á miklu viti
byggð. Niðurstaða birtist í grein, sem kom í Andvara.