Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 112

Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 112
108 Um lestaferðir Ðorgfirðinga. Andvari hespu og hengilás eða skrá og lykli. Selskinnstösku höfðu menn oftast við hnakka sína. Þær voru með tré- botnum í báða enda. Oftast voru stafir eigandans og ártal skorið á botnana. Voru töskur þessar tíðast ekki víðari en það, að þær rúmuðu eina flösku í hvorn enda. Allir bundu harðfisk í ólarreipi, og allir höfðu hærur til þess að breiða yfir farangur í áfangastöðum. — Allur reiðskapur og áhöld voru ramm-íslenzk á þessum tímum. Reiðingur úr mel eða torfi, beizli úr hrosshári, beizlis- tittir úr birki, járnmél, skeifur og naglar — allt var smíðað heima. Klyfberar voru tíðum að öllu leyti smíð- aðir úr birki. 011 móttök voru úr íslenzku leðri; var borið á það lýsi og barið svo með tréhnalli, þangað til það var orðið lungamjúkt. Slík móttök entust lengi og voru allt af voðfelld. Það var bein afleiðing þessara Iöngu ferðalaga, að hestar voru oft meiddir. Bæði voru áfangar langir og reiðingar harðir. Við þessu voru menn líka búnir. Hver tjaldforingi hafði með sér hankajárn. Það var íbogið járn, tvíeggjað, með beittum oddi. Gat var fram undir oddinum og þar var hankinn dreginn í. Hankinn var lokkur úr tagli hests þess, er hankast skyldi. Væri hestur meiddur í herðum, voru tveir hankar dregnir í brjóst hans. Var hankajárnið rekið inn úr skinni og svo áfram milli skinns og holds á 2ja til 3ja þuml. bili. Þá var það rekið út um skinnið það langt, að gatið, sem hankinn var þræddur í, kæmi út, og var þannig náð í enda hankans, en járninu kippt úr sárinu til baka. Þessi var aðferðin með hankajárnin, er voru með gatið á oddi; en líka voru til hankanálar, í lögun sem skónálar, en gríðarstórar; þær voru dregnar alveg í gegn, þegar hankað var. Væru hestar meiddir í miðju baki, voru þeir hankaðir í báðar síður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.