Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 103
Andvari
Fræræktar- og kornyrkjutilraunir á íslandi.
99
öll þau grundvallarstörf, eins og jarðyrkjan, verða affara-
sælli hjá hverjum einum.
Eins og nú er högum háttað hér á landi, þá er gras-
ræktin skammt á veg komin í réttri framkvæmd. Þess
vegna gildir það töluvert að fá eitthvert það meðal inn
í íslenzkan búrekstur, sem getur leitt til vandaðri og
betri túnyrkju, en þar er jarðvinnslan einna fyrsta og
sjálfsagðasta atriðið. En jarðvinnslan kemur samfara
kornyrkjunni. Ef ákveðið er á hverju heimili, að á hverju
vori eigi að sá í 1 ha byggi og höfrum til þroskunar,
þá er þessi sáning svo tímabundin, að þar verða jarð-
yrkjuáhöld, hestar og menn að vera til taks og fram-
kvæma verkin.
Þetta ákveðna tímabundna starf, eins og kornyrkja,
mundi binda og tengja menn nánara og betur að þeim
grundvallarverkatriðum, er snerta fóðurframleiðsluna en
áður. Smám saman mundu slík af nauðsyn skyldug störf
leiða til tíðari hreyfingar af frjómold túnanna, og af því
vaxa það, að menn færu betur en nú að sjá, hvert gildi
það hefir að rækta ákveðnar fóðurjurtir eftir ákveðnu
skipulagi, er þróast mundi stig af stigi, eftir því sem
reynslan kenndi mönnum.
Eg álít, að það vanti töluvert inn í íslenzka jarðyrkju,
meðan fóðurjurtirnar eru vart annað en fóðurgrös, en
ráðið til að bæta úr þessu, er að byrja á kornyrkju, þar
sem hún gæti heppnazt.
Vér þurfum að koma því þannig fyrir, að jarðvinnslan
sé heimilisstarf á hverju býli, unnin með tækjum og
vinnuafli búanna. — Bezta og arðvænlegasta ráðið er
kornyrkja, og að sumu leyti grænfóðurrækt, þar sem
kornið ekki þroskast, og einnig samfara kornyrkju eftir
því sem þörfin krefur.
Ef vér nú athugum skilyrði kornræktar hér á landi,