Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 92
88
Fræræktar- og kornyrkjutilraunir á íslandi.
Andvari
Enn fremur var sáð fil skjóls í 600 m2.
Niðarhafrar í 1100 m2 byggi (Dönnes), mismunandi
sáðmagn, og 300 m2, 5 afbrigðum af vetrarrúgi.
Korninu öllu var sáð 18. maí, en grasfræinu 15. júní.
Tilgangurinn með tilrauninni er að vita, hvort unnt
sé að rækta fræ í sandinum og hvernig það verður við
ræktun í samanburði við óræktuð.
Til skjóls er sáð fyrsta árið byggi, höfrum og vetrar-
rúgi (tvíær jurf).
Byggið og hafrarnir þroskuðust um 10. sept. í haust,
en kornið var ekki eins stórt og korn það, sem þrosk-
aðist á Sámsstöðum, miðað við sáðtíð og uppskerutíma.
Er mjög iíklegt, að vel reynist að sá korni fyrsta
árið ásamt grasfræinu, því að það bindur sandinn, með-
an grasið hefir ekki náð nógu mikilli rótfestu og föst-
um tökum á að halda jarðveginum saman.
Rúginum var sáð í þeim tilgangi að vita fyrst og
fremst, hvort hann þroskaðist, og eins hitt að rannsaka,
hver áhrif það hefir á grasfræið, að jarðvegurinn er
bundinn í 2 sumur með öðrum gróðri en grasfræinu,
sem er í rótinni og býður eftir ljósi og lopti.
Virðist ekki eiga að gera mikið til, þótt jarðvegurinn
sé vaxinn aÖallega korni (eins og rúgi) í 2 ár, því að
grasið ber ekki fullþroska fræ, fyrr en á 3. ári frá sán-
ingu.
Hugmyndin er að halda tilraununum áfram með gras-
frærækt og kornyrkju á söndunum, ef þess er nokkur
kostur fjárhagsins vegna, en vitanlega verða tilraunir
þessar í smáum stýl fyrst um sinn, meðan verið er að
kanna aðferðirnar í framkvæmd fræframleiðslunnar þar.
Ef tilraunirnar heppnast á þann veg, að bæði kornyrkja
og frærækt geti orðið samferða í framkvæmd ræktunar
í sama landi fyrsta árið, og fræakur úr því, þá er fengin