Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 25
Andvari
Pétur Jónsson á Gautlöndum.
21
Hálfdanarson, hafði skýrsluhald um mótföku og útlát
þeirrar pöntuðu nauðsynjavöru, svo og um lofaðan gjald-
eyri pantandanna. Og heima á Gautlöndum, þar sem
formaður vann úr skýrslum afgreiðslumanns aðalreikn-
ingagerð inn á við til hinna einstöku deilda og út á við
til viðskiptamanna félagsins.
Hvorugur þessara manna hafði nokkura tilsögn hlotið
um bókfærslu. Þeir urðu að þreifa fyrir sér, þar til fundið
var það form, sem nothæft væri og samrímanlegt því
»tvöfalda« bókhaldi. Og þessi vandi fór vaxandi með
auknu vörumagni, og einkum upp frá þessu, er árlega
tók að fjölga viðskiptagreinum og ný viðfangsefni
komu til.-------
Það hafði verið byrjað á að panta nokkrar tegundir
þess varnings, er mest nauðsyn þótti. Það kom í ljós,
að þetta var tiltölulega auðvelt og hagkvæmt.
Menn fýsti áð panta fleiri tegundir og fengu það.
Menn fýsti að panta allar kaupþarfir sínar.
En félagsstjórn komst brátt að raun um, að það var
ógerningur.
Óhugsandi að panfa þann hinn margbreytta smærra
varning, sem kaupendur vilja hafa og þurfa að hafa val-
frelsi um, hverja tegund, á hverri stund og hversu mikið
í senn þeir kaupa.
Þá kom spurningin fram. Var kaupfélag megnugt að
fullnægja viðskiptaþörf þátttakanda sinna?
Félagsstjórn komst að þeirri niðurstöðu, að svo gæti
verið.
Og ráð hennar var, að jafnframt því, sem keyptur var
inn hinn pantaði vöruforði, þá reyndi félagið að útvega
nokkurn feng, af þeim öðrum vörutegundum, er auðsætt
þótti, að hvert heimili þurfti og félagsmennn mundu ár-
lega kaupa annarstaðar.