Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 46
42
Pétur Jónsson á Gautlöndum.
Andvari
um, hvað þeir gerðu og hvað þeir létu ógert, — og
máttu það ekki.
Þeir voru bráðlyndir menn, báðir tveir. En þeir tömdu
geð sitt af mikilli kostgæfni.
Geðhitinn innra með þeim mönnum gerði tvennt að
verkum, sem þeim var sameiginlegt: Þeir áttu báðir alla
stund viðkvæmt hjarta, opið auga fyrir þörf og nauð
hvers félagsbróður, hvers vegfaranda. — Og það skipti
ekki máli, hvort nauðstaddur maður stóð nær þeim eða
nokkuð fjær, um vild og geðþokka.
Annað var það, að þeir hikuðu ekki, hlífðu aldrei
sjálfum sér við því að rétta fram þá hjálpandi hönd,
taka það tak, sem þurfti. —
— Pétur átti ferð yfir heiðina. Honum var stefna
kunnug, og veður nægilega bjart til þess, að fara mætti
greiðfærustu leið að áfangastað.
En honum verður litið til varðnanna. Þær eiga að vísa
þeim veg, sem ekki eru kunnugir. Og hver, sem hér á för,
styðst við þær, þegar skyggir veður eða dimmir af nótt.
Nú hafði fest bleytusnjó utan á þeim og síðan fryst
að. Þær eru samlitar fönninni umhverfis og gagnslausar.
Hvernig mundi þeim farnast, sem nú legði á heiðina
og treysti á vörðurnar?
— Pétur horfir ekki til himins og spyr þar og spáir,
hvenær sólbráð muni koma eða sunnanþeyr og flysja
snjóinn utan úr þeim. Hann hlýðir rödd samvizku sinnar.
Hann brýtur snjóinn utan af vörðunum.
Að hlýða rödd samvizku sinnar, — það var guðs-
dýrkun Péturs Jónssonar.
Sigfús Bjarnarson,
Kraunastöðum, Aðaldal.