Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 55
Andvari
Ba&hey.
51
Rannsóknir á vatni af heyinu.
Meðan lítið hey er í tóftinni hripar vatnið strax í
gegn, en eftir því sem heymagnið vex og heyið sígur
og þéttist neðst, þá verður straumurinn hægari og jafn-
ari, svo að síðustu seytlar jafnt af heyinu allan sólar-
hringinn. Vatnið tekur fljótt lit, verður gulleitt, síðan
grænleitt og að síðustu mjög dökkt, en allt af dálítið
grænleitt. Lykt og bragð minnir fyrstu dagana á súrt öl,
en fljótt kemur ýldulykt af því, af óhreinindum, sem
berast úr heyinu í rennurnar, og myglu, sem þar mynd-
ast af velgjunni. Eg sá þess vegna enga leið að nota
sama vatnið aftur, eins og Erasmus Gíslason segist hafa
gert. Af þessari ástæðu og eins því, að það hefði kostað
mikið aukaerfiði, þá var ekki mælt, hvað mikið vatn
kom aftur af heyinu, sem þó hefði verið mjög fróðlegt
til að fá nokkra hugmynd um, hvað eimingin væri mikil
og hversu mikinn þátt hún ætti í því, að halda hitanum
niðri. En hún mun vera aðalþátturinn í því efni, eins og
eg síðar mun færa nokkur rök fyrir.
Vatnið frá tóft III var ekki rannsakað vegna þess,
að ekki var hægt að komast að frárennslinu, enda með-
ferð heysiris ekkert frábrugðin því, sem var um tóft IV.
Um þessar rannsóknir farast formanni rannsóknar-
stofunnar orð á þessa leið:
»í fyrstu sýnishornunum (frá tóft I) var Ieitað að
alkóhóli og fannst örlítið af því. Má búast við að svipað
hafi verið í hinum.
í nokkrum sýnishornum voru ákveðin eggjahvítuefni.
Kemur það greinilega í ljós, að þau eru að eins lítill
hluti af öllum köfnunarefnissamböndum, sem í heyvatn-
inu eru, enda er þess að vænta, að amíðefnin leysist
fyrst úr heyinu. En enginn efi er á því, að eggjahvítu-