Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 52
48
Daðhey.
Avdvari
Eg var svo sannfaerður um, að hér væri um framtíðar-
mál að ræða, að eg réðst í það að steypa 4 tóftir til
þessarar heyverkunar og verkaði síðastliðið sumar allt
mitt hey, að heita mátti, á þennan hátt; þó gerði eg
nokkrar tilbreytingar, sem eg áleit að gætu verið til
bóta. Af því að þessi aðferð var lítt rannsökuð efna-
fræðislega, sá eg, að það væri mjög æskilegt. En þar
sem þær eru mjög kostnaðarsamar, þá sótti eg um styrk
til stjórnar búnaðarfélags íslands, og hét hún að kosta
allar efnafræðisrannsóknir. Hafa þær verið gerðar í
samráði við Metúsalem Stefánsson búnaðarmálastjóra, og
fer hér á eftir greinargerð um þessar rannsóknir og
árangur þeirra.
Tóftirnar.
Eg lét í öðrum enda hlöðunnar steypa 4 tóftir. Eru
þær allar jafn stórar 2.45X2.75 m. að ummáli og 3J/2
m. á dýpt með hvössum hornum. Veggir eru ekki
»pússaðir«, heldur að eins slett í stærstu holur, og svo
»kústaðir« með sementsvatni. Gólfin halla að rennum,
sem liggja eftir miðjum tóft-
unum eins og myndin sýnir.
Þá nýbreytni tók eg upp, að
hafa dyr á tóftunum, eins og
venja er til, þó er þeim þannig
fyrir komið, að hægt er að loka
þeim loftþétt. Úr tvívængj-
aðri járnstöng er smíðuð rétt-
hyrnd grind af hæfilegri stærð
(mínar eru 0.65X1.30 m.)
þannig að annar vængurinn myndar opið að innan.
Á hinn vænginn eru fest stutt járnbönd, sem ganga inn
í vegginn og binda grindina. Grindin er svo steypt í