Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 47
Andvari
Baðhey.0
Upphafsorð.
Það er gamalt spakmæli, sem segir, að það sé ekki
minni vandi að geyma fengins fjár en afla þess. Lífið
kennir oss, að það sé miklu meiri vandi. Mannkynið
hefur frá alda öðli háð þrotlausa baráttu við þenna
mikla vanda. Hann mætir því á öllum sviðum og hvert
sem litið er.
Það þarf ekki að fletta mannkynssögunni lengi til að
sannfæra sig um þetta. Dæmin blasa við oss á annarri
hverri síðu, hvernig andleg og veraldleg verðmæti, sem
mannkynið oft með miklum erfiðismunum hefur aflað sér,
glatast og gleymast fyrir fullt og allt. Við sjáum hvert
menningartímabilið af öðru rísa og falla og menningu
þeirra týnast: Egypta, Babyloníumanna, Grikkja, Róm-
verja o. s. frv.
Eg hef oft heyrt menn furða sig á, til hvers verið
væri að byggja dýr söfn og hrúga þangað ýmsu, sem
1) Flutt að nokkru á aðalfundi félags ísl. búvísindamanna í
Rvík 23. febr. 1929. — Eg hef áður birt grein um þessa heyverk-
unaraðferð (Andvari 1928) og nefnt gerhey, en vegna þess að til
er í öðrum löndum heyverkunaraðferð með þessu nafni, þar sem
vökva með hreinræktuðum mjólkursýrugerlum er hellt í heyið til
þess að fá í það hreina mjólkursýrugerð, þá hefur orðið sam-
komulag um það fyrir tilstilli Páls Zóphoníassonar, að eg nefndi
þetta hey baðhey til aðgreiningar frá öðru votheyi (sjá síðar).