Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 36
32
Pétur Jónsson á Gautlöndum.
Andvari
Þá tíð, sem heimastjórnarflokkurinn var hinn ráðandi
flokkur á alþingi, má fullyrða, að ásamt landstjórninni
átti enginn maður meira þátt í að marka þá gætilegu
og þó ákveðnu framfarastefnu, sem þá réð í fjárhags-
og atvinnumálum þjóðarinnar, og fylgja henni fram,
heldur en Pétur Jónsson. — En sú stefna orkaði þeim
verklegum framkvæmdum í landinu og efldi þá menn-
ingarviðleitni, sem einkennir tímabilið frá 1904—1914.
Pétur Jónsson var skipaður í milliþinganefnd í bún-
aðarmálum 1905, ásamt þeim Þórhalli Bjarnarsyni biskupi
og Hermanni Jónassyni skólastjóra. Voru þessir menn
samvaldir að áhuga og þekkingu á þeim málum. —
Nefnd þessi Ieysti af hendi mikið starf. Bjó undir kom-
andi þing mörg mál, er lutu að hag bændastéttarinnar.
Aftur var Pétur skipaður í milliþinganefnd í skatta-
málum 1908. í þeirri nefnd tók hann sér fyrir hendur
að rannsaka og gera grein fyrir skattþoli landsmanna.
Komst hann að þeirri niðurstöðu, að eins og þá stóð,
væri ekki ástæða til að kvarta um byrði skatta og tolla,
er á almenningi hvíldu. Taldi hann óhjákvæmilegt að
auka nokkuð þau gjöld, ef fá ætti þær framkvæmdir og
umbætur, sem þyrfti og rétt væri að keppa eftir. —
Litlu fyrr en þetta hafði Pétur Jónsson skrifað einkar
glögga ritgerð í »Norðra« um fjárhagsmál. Þar lýsir
hann stefnu þings og stjórnar, eins og þá stóð, um
meðferð landsfjár. Utskýrir, hvernig hún hefði komið
fram undanfarið og hvað fyrirhugað væri hin næstu
fjárhagstímabil. í sambandi við það benti hann á vax-
andi fjárþörf landssjóðs.
Það var ákveðin skoðun Péturs Jónssonar, að beinir
skattar væri í sjálfu sér æskilegust leið til að afla lands-
sjóði tekna og réttlátari í eðli sínu en tollálagning. Og
hann duldist þess ekki enn. Þrátt fyrir það þótti honum