Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 69
Andvari
Baðhey.
65
lið fyrir sig. Um vatnið er ekkert að segja, því að rann-
sóknirnar eru miðaðar við 15°/o vatn. Um fyrstu tvo
liðina vatn og þurefni í sýnishornunum verður síðar
farið nokkrum orðum.
Aska virðist vera nokkuð lík, hvort sem um er að
ræða fyrra slátt eða há. Þó virðist hún vera öllu meiri
í hánni, því að allar lægstu tölurnar eru í sýnishornum af
fyrra slætti (»Nýslegið gras«, »Þurrhey«, »G. G.« og
»Hagi«). Langmest er askan í Salt-heyinu og einkum
Kalk-heyinu eins og við er að búast.
Holdgjafaefnin virðast ekki heldur greina sundur há
og fyrra slátt, svo að af taki. Að vísu eru nokkrar hæstu
tölurnar í sýnishornum af há, en fyrri sláttur sýnir líka
allgóðar hundraðstölur, t. d. þurrheyið. Á þessum lið
væri að vænta, að verkunaraðferðin segði til sín. Rann-
sóknirnar á vatninu sýndu, að með því berst óhemja af
næringarefnum úr heyinu. Það mætti því búast við, að
þessar hundraðstölur væru miklu lægri í votheyinu en í
nýslegnu grasi eða þurrheyi, en svo er ekki. Að vísu
eru tvær allægstu tölurnar í votheyi (G. G. og Lopts-
staðir), en tvær langhæstu tölurnar eru einnig í votheyi
(Salt- og Kalkhey). Til að skýra þessar háu hundraðs-
tölur þrátt fyrir efnatapið, verður helzt að gera ráð fyrir,
að heyið hafi rýrnað. Hvað þessi rýrnun nemur miklu,
verður ekki ráðið af þeim athugunum, sem gerðar voru
í þetta sinn, en eg vona, að eg síðar geti varpað nokkru
Ijósi yfir það atriði með þeim tilraunum, sem eg gerði
síðastliðið sumar og væntanlega verða birtar síðar. Hvort
siík rannsókn hefur verið gerð á þurrheyi hér á landi,
er mér ókunnugt, en samkvæmt dönskum rannsóknum
nemur þessi rýrnun við þurkunina eingöngu yfir 15°/o
af þurefni heysins við beztu verkun. Þar við bætist svo
rýrnun í hlöðu eða við geymslu.
5