Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 27
Andvari
Pétur Jónsson á Gautlöndum.
23
frá upphafi. Árið 1890 er stofnaður sparisjóður í félag-
inu, og ári síðar er stofnaður ábyrgðarsjóður fyrir út-
flutt sauðfé.
En um Ieið og þannig er stigið hwert sporið eftir
annað félaginu til þróunar og tryggingar, bætast ný verk-
efni á stjórnina. Og hvert verkefni stækkar frá ári til
árs. Jafnframt því sem félagsmönnum fjölgaði og til þess
dró, að þeir hefðu þar flest, og öll, viðskipti sín, tóku
menn að nota félagið sem skiptamiðil um margt annað
en vörukaup.
Fóru þar fram alls konar milliskriftir, deilda og ein-
staklinga í milli. Félagsmenn guldu þannig opinber gjöld
sín, o. s. frv. — Þá er félaginu jókst fjármagn og láns-
traust, tók það að sér greiðslur til utan-félagsmanna, svo
og til banka og annara stofnana, er félagsmenn þurftu
að gera skil. — Það varð nokkurs konar viðskiptabanki
héraðsbúa. — —
— — Þótt varasjóður félagsmanna og sameignarsjóðir
félagsins færu vaxandi og nokkrar innstæður söfnuðust í
sparisjóði og reikningum stöku manna, þá skorti allt af
mikið á, að fengið væri starfsfé í samræmi við ársveitu
kaupfélagsins.
Félagið hafði frá byrjun notið Iánstrausts hjá aðalum-
boðsmanni sínum erlendis, Louis Zöllner í Newcastle.
En þar kom, að Zöllner færðist undan að veita íslenzk-
um kaupfélögum allt það lánsfé, er þau árlega þurftu til
vörukaupa, gegn engri annarri tryggingu en loforði um
greiðslu, þegar kominn væri í verð hinn hérlendi gjald-
eyrir, og að því, er hann þá hrökk til.
Gerði hann þá uppástungu og beindi henni til Péturs
Jónssonar, að kaupfélögin settu trygging fyrir fullum
skilum af sinni hendi, hvert fyrir sig, með samábyrgð