Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 22
18
Pétur Jónsson á Gautlöndum.
Andvari
hvernig grönnum sínum og sveitungum, mundi reynast,
hvernig mönnum mundi gefast, ef þeir ættu með sér
samtök og félagsskap, rótfestan og byggðan líkt og
hrísrunnur á heiði.
— V/iðleitni til að svara þvílíkum spurningum vekur
félagsleg samtök í Mývatnssveit.
Af samskonar rótum spratt Þjóðliðshreyfingin.
En spurningunni var svarað með byggingu og þróun
kaupfélags Þingeyinga; eins og það náði vexti hægt og
hægt upp af smáum rótum með náttúrlegum hætti; festi
sér deild við deild, sveit úr sveit, til þess héraðsbúar
í heild stóðu að samfeldum runni. —
Kaupfélag Þingeyinga er stofnað árið 1882. Þá var
öllum mönnum hér í sýslu ókunnugt um þess háttar
félagsskap með öðrum þjóðum.
Hin fyrsta byrjun var í næsta smáum stíl og fábrotin
í framkvæmd.
Hinn fyrsti forgöngumaður um félagsmyndun var
Jakob Hálfdanarson á Grímsstöðum við Mývatn, eins
og kunnugt er.
En sú hugsjón, er innan skamms varð lífsneisti í þeim
félagsskap og gaf honum vaxtarmagn, — hún var eign
fleiri manna samtímis. —
Fyrstu ár kaupfélagsins var þátttaköndum þess, og
forgöngumönnum einnig, að sumu leyti, meir og minna
óljóst, hvert stefndi.
En smátt og smátt skýrist það meir og meir, að hér
geti horft til gagngerðra breytinga á þeim verzlunar-
háttum, sem menn áttu þá við að búa.
Og þeir menn, sem jafnfætis Jakob Hálfdanarsyni
fyrstir láta sér skiljast þetta, eru einmitt þeir sömu, og
jafnframt eru hvatamenn og foringjar í Þjóðliðinu.
Það eru: Ðenedikt Jónsson á Auðnum, Jón Jónsson