Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 12
8
Pétur Jónsson á Gautlöndum.
Andvari
hans um sjálfnám, að bræður hans, sem í skóla gengu,
höfðu sumardvöl heima. Þá las Krisfi'án bróðir hans,
síðar dómstjóri, heima á Gautlöndum veturinn 1874—75.
Varð þetta til þess, að Pétur kynntist nokkuð træði-
greinum lærða skólans, kennslubókum, er þar voru þá
við hafðar og námsaðferð. Enda tók hann sér nú fyrir
hendur að lesa sumt af kennslubókum latínuskólans, jafn
fast og nákvæmlega, eins og hann ætti þar sjálfur prófi
að skila. Var það einkum íslenzk málfræði, mannkyns-
saga og stærðfræði.
Pétur Jónsson gerðist um tvítugsaldur unglingakenn-
ari Menntunarfélagsins í Mývatnssveit. Tók hann upp þá
reglu að halda próf að kennslutíma Ioknum. Skýrslur
eru geymdar um þetta. Sést, að kennslugreinir hafa
verið: íslenzk málfræði og réttritun, mannkynssaga, reikn-
ingur, landafræði og danska. Taldi Pétur, að þetta
kennslustarf hefði orðið sjálfum sér drjúgur skóli. Pétur
annaðist um fjárhag Menntafélagsins og stóð fyrir bóka-
kaupum þess alla tíð fram um 1890, þegar það gaf
lestrarfélagi Mývetninga mestallan bókaforða sinn.
Um þetta skeið átti Pétur Jónsson manna stöðugastan
þátt í útgáfu sveitablaðanna. Og hvort heldur hann
skrifar um fjárhagsmál, svo sem gagnsemd búreikninga
og nauðsyn sparisjóðs í sveitinni, eða önnur efni, þá er
vandleg íhugun aðaleinkenni. Hvert málefni rakið til
rótar, skýrt frá sem flestum sjónarmiðum. Það er og
snemma, að hann temur sér að skipa svo niður efni, að
glöggt yfirlit fáist. En það gerði síðar al!a hans máls-
meðferð ljósa og hreina.
Og þegar Pétur heima í sveit sinni skrifar um það
málefni, sem í þá tíð hitaði mest hugi æskumanna, frels-
isþrá og sjálfstæðiskröfur einstaklinga og þjóðfélags, þá
dettur honum í hug að rekja upp þau bönd, sem erfi-