Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 15
Andvari
Pétur Jónsson á Gautlöndum.
11
heimili áhuga sínum og orku nema að nokkru leyti. Frá
upphafi búskaparins, og því meir sem lengur leið, heimtu
ðnnur störf verkatíma hans að sínum hlut.
Þá er Pétur hafði tekið við öllum Gautlöndum, stækk-
aði bú hans bráðlega. Um sama leyti tók hann við kaup-
félagsforstöðu og fleiri opinberum störfum. Og litlu síðar
bættist þingmennskan við.
Leiddi þetta allt til þess, að mikils þurfti við um hjúa-
hald. Varð heimilið óvenju mannmargt og umsýslumikið.
Bar margt til þess. Auk fjölskyldu og hjúafjölda, voru
þar að jafnaði húsmenn, einn eða fleiri, og oftast var
þar griðastaður einhverjum þeim, sem ekki átti sér at-
hvarf á öðrum stöðum. — Að Gautlöndum komu í þá
tíð fleiri gestir en á nokkurt annað sveitaheimili í Þing-
eyjarsýslu. Þar átti fjöldi manns gisting og ýmsir lang-
dvalir. Hér sat stjórnarnefnd kaupfélagsins að störfum,
og svo reiknings-endurskoðendur. Hingað, til formanns-
ins, áttu félagsmenn óteljandi erindi. — Og ekki sneiddu
langferðamenn og tignir gestir hjá garði.
Á Gautlöndum var gestum tekið með þeim hætti, að
ekki verður betur kosið. — Bjartur á svip og viðmóts-
hreinn tók húsráðandi móti komumanni. Og handtakið
var þétt og stöðugt, eins og það sem ekki getur brugð-
izt. Húsmóðirin sá um greiðann. Alvörugefin og þó mild
á yfirbragð gekk hún að starfi. Hún brá eigi skapi, þótt
kallað væri úr fleiri áttum í senn. Þó var ekki gleymt
þörf eða þágu komumanns né heimamanns, allt hvað
hennar stóri verkahringur náði.
Eitt var það, sem ekki duldist gestsauga: Vinnumaður
og vinnukona, hver heimilismaður, átti saman og virti í
einu sæmd sína og sæmd heimilisins. Bar af því dirfð
og birtu á heimilisháttu.
Hjónin áttu bæði jafnt fraust og virðing heimafólks.