Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 72
68
Baðhey.
Andvari
almenn reynsla, að vothey úr velgerðum jarðgryfjum
hefur reynzt bezt, þegar vel er gengið frá þeim að öllu
leyli. í þeim getur vökvinn af heyinu, þar með sýrurnar,
sigið burt í allar áttir.
Að kolsýra myndist mikil í heyinu og sé »mjög skað-
leg fyrir meltinguna<, eins og stendur í grein eftir G.
J. og heitir »Votheysverkun Erasmusar Gíslasonar*
(Freyr 1928, bls. 71,2 d.), get eg ekki séð, að hafi við
neitt að styðjast. Að vísu má gera ráð fyrir, að nokkur
kolsýra myndist í heyinu, en kolsýra er lofttegund og
rýkur burt. Hver, sem kemst í það að pæla upp grjót-
hart votheysstál, sannfærist fljótt um það, að það er
ekki mikið loft í því heyi. En þótt svo væri, þá mundi
það loft hverfa, þegar heyið er leyst upp, hrist og borið í
garða. í þriðja lagi er það fjarstæða að segja, að kolsýran
sé »mjög skaðleg fyrir meltinguna< (leturbr. eftir G. J.).
Eftir þessari kenningu E. G. ætti sódavatn að vera
versta eitur. Nú er svo langt frá því, að kolsýra er
álitin að hafa góð og örvandi áhrif á starfsemi innýfla
og meltingarkirtla í mönnum og eg get ekki séð neina
skynsamlega ástæðu til að ætla, að hún sé »mjög skað-
leg fyrir meltinguna*, þótt um jórturdýr sé að ræða.
Hráfeiti. Einnig hér kemur fram greinilegur munur á
nýju grasi, þurrheyi og votheyi. í nýju grasi losar hrá-
feitin 20/o, í þurrheyinu er hún hátt upp í 3°/o, en í
votheyinu er hún, að einu sýnishorni undanteknu (Skála-
vík), langt yfir 4°/o í flestum sýnishornum og kemst
jafnvel upp undir 6V2°/o (G. G. 1). Eg bar þetta undir
efnafræðing (Tr. Ól.), og bjóst hann við, að þessi aukn-
ing stafaði frá mjólkursýru, sem myndaðist við gerðina.
Af hráfeitinni er um 50°/o talið meltanlegt.
Tréni. Það er ómeltanlegt með öllu, en gerir
skepnunni gagn sem nauðsynleg kviðfylli. Á því er