Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 70
66
Baðhey.
Andvari
Þá komum við að aðalatriðinu, þegar litið er til fóður-
gildisins, og það er hvernig þessi holdgjafaefni skiptast.
Hér kemur fram greinilegur mismunur á nýju grasi,
þurrheyi og votheyi. í nýslegnu grasi eru amíðefnin, sem
öll eru meltanleg, um 20°/o og af öðrum eggjahvítu-
efnum um 50°/o meltanlegt. í þurrheyinu hafa amíðefnin
minnkað eins og búast mátti við, þau rjúka burt við
þurkinn, en meltanleiki eggjahvítuefnanna heldur aukizt,
svo að fóðurgildi er sízt minna; í þessum sýnishornum að
minnsta kosti er það nokkru meira, enda heyið ágæt-
lega verkað, svo sem bezt verður á kosið. í baðheyinu
aftur á móti er miklu meira af amíðefnum. Þar eru þau
J/3—2fe af holdgjafaefnunum til uppjafnaðar. í einstök-
um sýnishornum jafnvel helmingur eða meir (Kalk II 2,
Salt 2). Nú getur ekki vafi leikið á því, að það eru
fyrst og fremst amíðefnin, sem skolast burt með vatninu,
því að þau eru öll uppleysanleg. Það mætti þess vegna
búast við, að þau væru horfin eða því sem næst í bað-
heyinu. Að svo er ekki, heldur þvert á móti, getur ekki
stafað af öðru en því, að eggjahvítuefnin liðist í sundur
við gerðina. Ef þetta væri svo, sem allt virðist benda
til, þá er mest undir því komið, að finna þá verkunar-
aðferð, sem gæfi mesta sundurliðun án þess þó, að
skaða fóðurgildi heysins að öðru leyti. Því miður er
ekki nema eitt sýnishorn af votheyi án þess að borið
væri vatn í heyið (Skálavík). í þessu heyi nema amíð-
efnin 28°/o af holdgjafaefnum, en auk þess er 53.5°/o af
eggjahvítuefnunum meltanlegt, svo að alls verður meltanleiki
holdgjafaefnanna 66.6°/o, svo að hvað þennan lið snertir,
þá verður Skálavíkurheyið einna bezta fóðrið af því heyi,
sem hér hafa verið gerðar athuganir með. Annars sætir
það furðu, hvað sýnishornin eru misjöfn, svo að munað
getur tugum 0/0 í sömu tóft (Salf, Kalk, G. G.). En hvað