Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 107
Andvari
Frærækfar- og kornyrkjutilraunir á íslandi.
103
kariöflur eða fóðurrófur, eða ef menn treystast ekki til
að rækta það þannig á 3. ári, þá sá grasfræi til tún-
ræktar; verður þá landið vel slétt og grasgefið.
Útsæðið á að vera gott og af bráðþroskuðustu af-
brigðum.
Bezt að sá sem fyrst, síðast í apríl eða byrjun maí.
Má vel sá bæði byggi og höfrum, þótt ekki sé klaki
farinn úr jörðu, og ekki sakar mikið, þó að útsæðið
frjósi í jörðinni, ef það er vel fellt niður. Vel má sá
byggi út allan maímánuð, og mun það þroskast fyrir
því, en seinna, eftir því sem lengur dregst að sá.
í venjulegu sumri á það að þroskast síðast í ágúst
fram í miðjan sept.
Höfrum er tryggast að sá í byrjun maí, og svo er
það með byggið einnig, en það gerir minna til, þó að
sáning þess dragist lengur en hafranna.
Gæta verður þess að fella vel útsæðið niður, annað-
hvort raðsá því með raðsáðvél, eða breiðsá og fella
niður með diskherfi eða öðru herfi, sem þekur það vel.
Áburður: Bezt að nota tilbúinn áburð, 200 kg. 35 °/o
kalí, 350—400 kg. 18 °/o, súperfosfat og 150—200
saltpétur, allt á ha. Kalí og súp. er bezt að dreifa áður
en landið er fuilherfað, og blandast þá áburðurinn vel
saman við jarðveginn, um leið og fullherfað er. Saltpétr-
inum er bezt að dreifa, þegar kornið er komið upp.
Eins virðist vel mega nota Nitrophoska til kornyrkju,
og er sennilegt, að 200—250 kg. á ha. sé nægilegt.
Vitanlega eru hér nefndir þessir áburðarskammtar til
hliðsjónar, en ekki að hér sé óbifanlegar reglur. Menn
verða smám saman að prófa sig áfram, með hvað hentar
á hverjum stað.
Búfjáráburð skyldu menn ekki nota til kornyrkju. Til-
raunir hér á Sámsstöðum hafa sýnt, að hann dregur úr