Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 54
50
Daöhey.
Andvari
þurkanna var rakið hirt síðar sem þurhey. Þetta hey
var látið í 2 tóftir, álíka mikið í báðar eða eftir ágizkun
um 35 þurabandshestar í hvora. 20 hestar voru hirtir
sem þuraband.
Síðari sláttur fór fram 25. ágúst til 18. sept. Var þá
oft votviðrasamt, svo að meiri hluti heysins er hirtur
döggvotur. Var það einnig látið í tvær tóftir, um 35
hestar í aðra, en 30 í hina. Ekkert var þurkað.
Böðunin.
Á heyið í fyrstu (I.) tóftinni var borið hreint vatn
(regnvatn var notað, þá sjaldan það fekkst) og í annarri
(II.) ío/o saltvatn. Var saltið leyst upp í vatninu í stóru
keraldi, sem svo var ausið úr. Vatnið var 12°—15°. Var
byrjað með 44 lítr. kvölds og morgna og smáaukið, eftir
því sem hækkaði í tóftunum, upp í 132 lítra í mál. Var
svo haldið áfram með það meðan hitaumbrot héldust
óbreytt, en kætt fljótlega, er þau fóru að minnka. Á I.
tóft var borið alls 6776 lítr., en á hina 6095 1. — Á
síðari tóftirnar báðar (hána) var borið kalkvatn. Það var
þannig tilreitt, að í keraldið, sem ausið var úr, var látið
leskjað kalk og svo hrært upp í vatninu, áður en ausið
var, þangað til vatnið hafði fengið góðan mjólkurlit, eins
og þunnar áfir. Á þessar tóftir var notað miklu minna
vatn. Á fyrri tóftina (IV.) 90 1. á dag og hækkandi upp í
180 1., skift í bæði mál, alls 3136 1. í hana fóru um 6
kg. af kalki í heymagn, sem áætlað var ca. 35 þura-
bandshestar. Á hina (III.) tóftina var notað enn minna
vatn: 90 lítrar fyrst og mest 136 1., skift í bæði mál
eða alls 1762 1. En í henni var afrennslið gert erfiðara,
svo að vatnið rynni ekki eins fljótt af. Fannst mér það
vera til bóta, hitinn færi ekki eins hátt. í þessa tóft fór
um 4 kg. af kalki í ca. 30 hesta af heyi.