Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 74
70
BaÖhey.
Andvari
eins hinu, að í þeim tóftum með fyrra slætti, sem eg sá,
en þaktar höfðu verið með torfi, var engin skemmd
undir torfinu. Mosinn verður, eftir minni reynslu, allt af
laus í sér, er auk þess afar fyrirhafnarsamur, bæði að
láta hann á og taka hann zf, svo að eg vil ráða öllum
til að nota heldur torf.
I III og IV (há) reyndist engin skemmd í heyinu.
Fóðrunin.
Þá er komið að þeirri spurningu, sem eg býst við, að
flestum leiki mest forvitni á að fá svarað: hvernig gafst
þetta hey sem fóður? Var hægt að ala fé á því ein-
göngu? Svarið er ákveðið og afdráttarlaust: vel.
Eg tók inn 55 ær 18. og 24. nóv., og úr því fengu
þær ekkert annað en baðhey fyrr en í grænum grösum
í byrjun maí. Beit höfðu þær enga fyrr en í apríi, að
þær fóru af hafa dálitlar snapir á túni vegna blíðviðris-
ins síðastliðið vor. Þó voru þær ekki svo miklar, að
þær spöruðu fóður, svo að nokkru næmi. 4 af þessum ám
fengu skitu, en voru læknaðar með tóbaki án fóður-
breytinga. Ein lét lambi. Hrútar fengu þurrhey fram yfir
fengitíma. Af því að eg hafði enga reynslu fyrir mér, þá
þorði eg ekki að eiga neitt á hættu, ef ske kynni að
baðheyið hefði óheppileg áhrif á þá. Úr því fengu þeir
eingöngu baðhey, þar til er þeim var sleppt á sumarmálum.
Lömb fengu annað málið baðhey, hitt málið þurrhey
meðan það entist, úr því eingöngu baðhey þangað til í
mars, að eg kom þeim í sveit, til þess að notfæra mér
góðu tíðina og beitina og spara mér fóður.
Féð var vegið 5 sinnum yfir veturinn, og birtist hér
vogartafla yfir 30 ær, sem betur en mörg orð sýna
döfnun fjársins.