Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 85
Andvari
Fræræktar- og kornyrkjutilraunir á íslandi.
81
meiri og tíðari jarðvinnslu en nú er venja við framkvæmd
túnyrkju. Sáðskiptið hefir það til síns gildis, að betur
notast að jarðveginum. Hver ræktun styður aðra. Sáð-
skiptið er fólgið í því, að skipt er um ræktarplöntur í
landinu ár frá ári, og eftir víst árabil. Til dæmis vil eg
nefna, að 1 dagslátta yrði rækluð í 4 ár þanniq: 1. ár
hafrar til þroskunar eða grænfóðurs, 2. ár bygg til þrosk-
unar, 3. ár kartöflur eða fóðurrófur (mikið af búfjáráburði
er borið í landið það árið, sem kartöflurnar eru ræktaðar),
4. árið bygg ísáð grasfræi — og framvegis tún. —
Með svipaðri aðferð sem hér er nefnd fengist fjöl-
breyttari framleiðsla og vandaðri framkvæmd á túnrækt-
inni, því að á 4. ári væri jarðvegurinn orðinn rotinn og
muiinn, svo að grastegundirnar fengju þar hin beztu
skilyrði til fullra þrifa. Enn fremur verður betur ráðið
við það atriði að fá þau grös til að vaxa og mynda
túnsvörðinn er í hefir verið sáð, þegar jörðin er hrein
og gróðurlaus eftir 3 ára ræktun með óskyldum jurtum.
En eins og nú standa sakir, er ræktun sveitanna ekki
hagað þannig, heldur er grasræktin nú einhliða og fá-
brotin og ekki grundvölluð á fjölbreyttri ræktun, eða
fleiri ræktarplöntur notaðar í hagstæðri röð ár frá ári
eða eftir víst árabil.
Enn er grasræktin ekki grundvölluð á gagnskynsam-
legri þekkingu á jarðvegi og jurtum og réttum aðbún-
aði þeirra. Vér ráðum harla lítið við það, hvaða gras-
tegundir vaxa í túnum okkar, og gildir svipað um ný-
yrkinguna, og þar sem bezt gegnir, ráðum vér því að
eins að litlu leyti með erlendu grasfræi.
Það kemur fyrst og fremst af slæmum aðbúnaði, að
vé'r ráðum ekki betur við aðalræktun sveitanna. Vér
vöndum of lítið jarðvinnsluna og höfum ekki komizt inn
á þá venju að rækta hreinar jurtir í hreinum jarðvegi,
6