Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 94
90
Fræræktar- og kornyrkjutilraunir á íslandi.
Aftdvari
Annar flokkur tilraunasfarfseminnar á Sámssfððum er
kornyrkjan og rannsóknir á tilveruskilyrðum hennar hér
á landi.
Aður en eg kom hingað að Sámsstöðum, hafði eg
gert tilraunir með Dönnesbygg sexraðað og komizt að
raun um, að bygg gæti þroskazt hér á 100—120 dög-
um. Tilraun þessi varðaði sáðtímann, og átti að rann-
saka, hvenær væri bezt að sá til þess, að fullþroskað yrði.
Árangurinn af þeim 4 ára tilraunum gaf mér þá hug-
mynd, að hér gæti þessi ræktarplanta átt framtíð, ef rétt
og skipulega væri á haldið.
Tilrauninni var hagað þannig:
1. sáðtíð 1. maí, 2. sáðtíð 10. maí, 3. sáðtíð 20. maí.
Ár hvert var kornið rannsakað, eftir því sem föng
voru til.
Aðalniðurstaða þessara 4 ára tilrauna var sú, að
kornið frá 1. sáðtíð var bezt, kornþyngdin mest, rúm-
málið þyngst (hektólíterþyngd), spírunin hæst, bæði gró-
hraði og heildargrómagn, og eftir því sem seinna var
sáð, urðu þessir eiginleikar minni, þ. e. lakari spírun,
minna korn og minni uppskera í korni, en meiri í hálmi.
Þó varð það þannig, að kornið frá 3. sáðtíð var svo
gott, að fullsæmilegt gat talizt, bæði sem útsæði og til
annarrar þeirrar notkunar, sem venjulegt er að nota
bygg. Árangurinn af þessari einu tilraun, sem staðið
hafði yfir í 4 sumur, færði mér þá skoðun, að vert
væri að gera víðtækari tilraunir og rannsóknir á því,
hve stuttan tíma væri unnt að komast af með, til þess
að fá það viðunandi vel þroskað, því að mikils er um
vert að vita, hvað unnt er að komast af með stuttan
uppsprettutímann, þar sem sumrin eru stutt og oft köld.
Það er talið, að sexraðað bygg þurfi 1250—1300° C