Andvari - 01.01.1930, Blaðsíða 81
Andvari
Baðhey.
77
er unnt. Sá minnsti tilkostnaður, sem hugsanlegur er,
er að losa heyið og aka því heim. Engin heyverkunar-
aðferð er hugsanlegt, að komist nær þessu marki, en
votheysgerð.
Nú er uppi mikil og réttmæt alda, að færa heyskap-
arkostnaðinn niður, með því að heyja sem mest eða ein-
göngu á ræktaðri jörð og fá þannig meira og betra hey
af minna landi. En það er hér sem oftar, að aðalvand-
inn er ekki að afla, heldur að geyma. Við þekkjum
ágætar aðferðir til að rækta gras og fljótvirkar aðferðir
til að losa það af jörðunni, en aðalvandinn er að geyma
það og sá vandi minnkar ekki, þótt heyjanna sé aflað
af ræktuðu landi. Það er þurkfrekara en úthey og eg
held ekki, að eg taki of djúpt í árinni, þó að eg áætli, að
helmingur heyskapartímans fari í að þurka það, og er
þó vandséð, hversu tekst. Þessi kostnaður minnkar ekki,
þótt eingöngu sé heyjað ræktað land.
Árið 1927 voru heyjaðir á íslandi 864 þús. hestar af
töðu og 1385 þús. hestar af útheyi eða alls 2249 þús.
hestar. Ef hægt væri að færa heyskaparkostnaðinn niður,
þótt ekki væri nema um 1 kr. á hestburð, þá næmi sá
sparnaður 2!/4 miljón kr. Heyverkunarmálið er svo
mikið fjárhagsatriði, að eg hika ekki við að segja, að
það sé langstærsta mál landbúnaðarins. Eg þykist með
tilraunum mínum hafa sannað það ótvírætt, að fóðra
megi búpening á votheyi eingöngu. Eg sé enga ástæðu
til að ætla, að neitt sérstakt gildi um nautpening eða
hesta. Framhald tilraunanna sker úr því. Engum getur
blandazt hugur um, að feikna vinnusparnaður liggur í
því að Iosna við að þurka heyið. Þótt þessi sparnaður
væri ekki metinn nema sem svaraði 1 kr. á hvern hest-
burð, þá dregur það ísl. landbúnað 2J/4 miljón kr. á ári.
Raunverulega er sparnaðurinn tvöfalt eða þrefalt meiri,